Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, sýnir hvers konar brodda fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum þurfi að hafa meðferðis. Stöð 2 Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. „Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt. Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
„Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18