Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 21:31 Aðstæður á gossvæðinu eru mjög góðar í kvöld, að sögn fréttamanns á staðnum. Svona leit gosið út þegar tekið var að dimma. Vísir/Vilhelm Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Gríðarleg aðsókn hefur verið á svæðinu síðustu daga. Frá því að talning hófst hafa um sex þúsund manns heimsótt gosstöðvarnar og stöðugur straumur af fólki hefur verið í dag. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður lýsti því í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að svæðið hafi tekið stórkostlegum breytingum frá því gos hófst fyrir viku síðan, föstudaginn 19. mars. Gígurinn sem myndaðist fyrst var alltaf stærstur. Tveir minni gígar hafa nú sameinast í einn. Sá er orðinn jafnhár þeim fyrsta – og hraunflæði úr honum stöðugt. Umfjöllun Jóhanns í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Jóhann var enn staddur á svæðinu nú skömmu eftir klukkan níu. Hann segir í samtali við Vísi að mikið sjónarspil sé að fylgjast með gígunum tveimur, sérstaklega í ljósaskiptunum. Þá sé mikið fjölmenni á svæðinu, nokkur hundruð manns í það minnsta. Veður sé jafnframt með besta móti og aðstæður í raun fullkomnar. Nær alveg heiðskírt er á svæðinu en nægur vindur til að bægja gasmengun frá. Veður mun þó versna strax á morgun og ekkert útivistarveður á svæðinu um helgina. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa beint því til fólks að gæta vel að sóttvörnum á gossvæðinu. Áréttað er í tilkynningu frá almannavörnum í kvöld að fólk í sóttkví eigi ekki að fara í gönguferð. Þetta eigi við um alla í sóttkví, bæði ferðafólk og fólk búsett hér á landi. Þá sendi neyðarlínan SMS-skilaboð vegna þessa í síma á afmörkuðu svæði í kringum gosstöðvarnar í kvöld. Spá veðurvaktar um gasdreifingu: Norðlæg átt 5-10 m/s og þurrt að mestu á gosstöðvunum, en snýst í hægari norðaustan og austanátt í kvöld og kólnar talsvert. Gosmengun frá eldstöðvunum berst því til suðurs, en síðar til suðvestur og vesturs, og í kvöld og nótt gæti borist mengun yfir Grindavík sem væri óholl fyrir viðkvæma samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar. Á morgun er ört vaxandi austanátt á svæðinu og með snjókomu. Gosmengun verður því áfram til vesturs og ekkert útivistarveður verður við gosstöðvarnar síðdegis á morgun eða annað kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Tengdar fréttir Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07 Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34 Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26. mars 2021 17:07
Ekkert útivistarveður á gosstöðvunum Það er spáð ansi leiðinlegu veðri á gosstöðvunum í Geldingadal í dag og í raun er þar ekkert útivistarveður. Svæðinu var lokað í gær af lögreglunni á Suðurnesjum vegna versnandi veðurs og hefur ekki borist nein tilkynning um að það hafi verið opnað aftur. 26. mars 2021 06:34
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37