Fór yfir „hlutabréfamarkað“ Dominos-deildarinnar og hvaða leikmenn hafa hækkað mest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:30 Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds tók saman skemmtilegan lista á Twitter-síðu sinni í dag. Vísir/Bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og sérfræðingur Dominos Körfuboltakvölds, fór yfir hvaða „hlutabréfamarkaðinn í Dominos-deildinni“ eins og hann kallar það á Twitter-síðu sinni í dag. Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Þar á Benedikt við hvaða leikmenn hafa í raun staðið sig hvað best á tímabilinu og segja má að „hlutabréfin“ í þeim hafi hækkað. Þar sem það er búið að banna afreksíþróttir þá er upplagt að kanna hlutabréfamarkaðinn í Dominosdeild karla. Byrjum á þeim bréfum sem hafa hækkað mest. Fer kannski yfir bréfin sem hafa lækkað mest í körfuboltakvöldi kl. 20.00 í kvöld. #korfubolti #dominosdeildin— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) March 26, 2021 1. Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þorlákshöfn „Bréfin í Styrmi hafa farið lóðrétt upp á við í vetur. Hann hefur farið úr því að vera algjörlega óþekktur unglingur í lítilli paradís rétt fyrir utan Reykjavík í að vera ein af stjörnum deildarinnar. Einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar.“ 2. Everege Lee Richardsson, ÍR „Eftir að hafa verið góður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu þá fékk Everege tækifæri á að fara með sýninguna á stóra sviðið þar sem hann hefur farið algjörlega á kostum. Skorar með góðri %, frákastar vel og spilar menn uppi.“ 3. Matthías Orri Sigurðarson, KR „Það er allt annað að sjá Matthías í vetur en á síðasta tímabili. Honum líður sjálfum betur og öruggari í öllu sem hann gerir. Honum voru réttir lyklarnir í haust og hann fer vel með þá.“ 4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Höttur „Sigurður var á lista hjá mér síðasta vor yfir leikmenn sem bréfin höfðu lækkað í þar sem hann var að koma til baka úr erfiðum meiðslum. Stærri liðin í deildinni héldu að sér höndum en sá er búinn að sýna að hann er kominn í gamla formið aftur.“ 5. Larry Thomas, Þór Þorlákshöfn „Eftir þrjú flott tímabil með Hamri, Þór Ak. og Blikum fékk þessi hæfileikaríki leikmaður loksins tækifæri í Dominos þar sem hann hefur stimplað sig inn sem einn af betri atvinnumönnum deildarinnar. Hann spilar líklegast sem Íslendingur næsta vetur.“ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira