Innlent

Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Unglingar í tveimur skólum í Hafnarfirði eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit komu þar upp.
Unglingar í tveimur skólum í Hafnarfirði eru nú í sóttkví eftir að kórónuveirusmit komu þar upp. Vísir/Vilhelm

Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna.

Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, segir í samtali við Vísi að smit nemandans hafi verið staðfest í morgun.

Auk nemendanna 209 fara sautján starfsmenn skólans í sóttkví, bæði kennarar og skóla- og frístundaliðar.

Nemandinn í Víðistaðaskóla er vinur nemanda í Öldutúnsskóla sem greindist með kórónuveiruna í gær og greint var frá í morgun.

Allir 180 nemendur þess skóla eru einnig í sóttkví og um tuttugu kennarar. Því eru alls um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×