Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2021 13:49 Smit hefur greinst hjá flugfélaginu Ernir og er þorri starfsfólks flugfélagsins nú í sóttkví. Vísir/Vilhelm Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Flugfélagið kveðst hafa viðhaft miklar og góðar sóttvarnir en þó hafi smit greinst. Sökum þessa verður öllum flugferðum aflýst til 30. mars. Stefnan er sett á að hefja flug að nýju miðvikudaginn 31. mars. Nú er unnið að því að ná sambandi við alla sem áttu bókað flug til upplýsa um stöðuna sem upp er komin. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, segir í samtali við Vísi að flugstjóri hjá félaginu hafi greinst smitaður í gær. Sá hafi mætt á námskeið með öðrum flugmönnum á þriðjudaginn og verið í samneyti við þá. Fyrir vikið séu allir flugmenn komnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádeginu að smitið sem greindist utan sóttkvíar tengist með einhverjum hætti gosstöðvunum. Hörður skilur ekki alveg hvernig það tengist. Nema þá að því leyti að aðrir flugmenn hafi farið í starfsmannaflug saman til að skoða gosstöðvarnar. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru útsettir fyrir smiti. Hinn smitaði hafi ekki farið í það flug enda verið veikur heima síðustu tvo daga þar til hann fékk staðfestingu á smiti í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26. mars 2021 11:50
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. 26. mars 2021 10:52