Skúrkar og hetjur vísindanna Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 25. mars 2021 13:01 Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Senn líður að því að framhaldskólanemendur þurfa að ákveða framtíð sína innan menntakerfisins að lokinni útskrift. Það er mín einlæga vona að sem flestir sjái framtíðina í raungreinum og beri ástríðu í brjósti til þess að tileinka líf sitt vísindunum. Þegar minnst er á brjálaða vísindamanninn þá leitar hugurinn ósjálfrátt hjá flestum til brjálæðings í hvítum slopp sem smíðað hefur einhverja útgáfa af tortímingartæki eða dómsdagsvél. Í fæstum tilfellum er þó um vísindamann að ræða, heldur verkfræðing. Vísindamenn framkvæma tilraunir en sjaldnast smíða þeir dómsdagstæki þó svo að uppgötvanir þeirra geti nýst til slíkra verka. Nærtækasta dæmið er kjarnorkusprengjan, en leitin að sjálfbærri orku fyrir mannkynið leiddi til smíði gereyðingarvopna sem eytt gátu mannkyninu tvisvar sinnum heilt yfir, ef því var að skipta. Sé mælistikan fjöldi dauðsfalla notuð á helstu skúrka vísindanna, þá var það ekki Oppenheimer, sem leiddi Manhattan-verkefnið, né Nóbel sem fann upp dýnamítið, né heldur Kalísjníkov sem þróaði sjálfvirkan hríðskotariffil fyrir sovéska herinn sem var mesti skúrkurinn, heldur voru mestu skúrkarnir búvísindamamenn. Helstan ber að nefna Trófím Lýsenkó sem starfaði sem forstöðumaður erfðafræðistofnunar Sovíetríkjanna, fyrir tilstilli Jósefs Stalíns. Með iðju sinni, sem byggði á illa upp settum tilraunum og að öllum líkindum fölsuðum niðurstöðum má rekja sjö milljón dauðsföll sovéskra borgara hið minnsta vegna algjörs uppskerubrests og tilheyrandi hungursneyðar. Það þarf að leggja saman framlag fjöldamargra uppgötvana, margra vísindamanna til þess að ná Lýsenkó í fjölda dauðsfalla. Lýsenkó var vissulega brjálaður vísindamaður sem sveifst einskis til þess að ná til frekari metorða í sovéska kommúnistaflokknum. Illa menntaður og ólæs fram að 13 ára, aldri úr sárafátækt varð hann eftirlæti Stalíns og nefndur berfætti vísindamaðurinn. Klikkun sem þessa verður þó að rekja til stjórnanda sovétríkjanna á þessum tíma, Stalíns sjálfs. Að hafa sett Lýsenkó í þetta áhrifamikla embætti til þess að leika sér að lífi fólks sem svalt til dauða í sveitum Rússlands og Úkraínu mætti flokka sem glæp gegn mannkyninu. Merki um gereyðingarmátt Lýsenkós má finna víðar m.a. í Kína. Stærstu hetjur vísindanna, sé mælt í fjölda mannslífa sem uppgötvanir þeirra hafa bjargað, voru ekki læknar eða heilbrigðisvísindamenn sem eyddu ævi sinni í rannsóknir á hræðilegum sjúkdómum á borð við krabbamein eða Alzheimers, heldur búvísindamenn. Helsta hetja vísindanna er efalaust Norman Borlaug, en nafn hans er ekki þekkt meðal almennings þó svo að uppruna daglegrar matvöru heimsbyggðarinnar megi í mörgum tilfellum rekja til hans. Líklega má rekja uppgötvanir hans til þess að einn og hálfur milljarður manna svalt ekki til bana, og fjöldi fólks líður ekki matvælaskort. Enn fremur má þess geta að stríð og ófriðarástand má oft rekja til matvælaskorts. Eins og Borlaug sagði sjálfur: “þú býrð ekki til friðsæma veröld á tóma maga og mannlegri eymd”. Fyrir störf sín fékk hann friðarverðlaun Nóbels, enda eru slík verðlaun ekki veitt í flokki búvísinda. Alltof sjaldan er nafni Normans Borlaugs haldið á lofti þegar veita á ungum vísindamönnum innblástur til þess að gera heiminn okkar betri. Rannsóknir í búvísindum er ekki einkamál sveitanna. Það er nauðsynlegt að allir verðandi vísindamenn hugi að öllum möguleikum til náms, hvar þörf er á kröftum þeirra og hvar þeir kraftar geta helst orðið til mikilla áhrifa. Það er svo undir hverjum og einum komið, hvort þau áhrif séu til góðs eða ills. Nám í búvísindum á BS stigi er hægt að stunda við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Höfundur er búvísindamaður að mennt og starfar sem tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun