Meðlag, skuldagildra? Ottó Sverrisson skrifar 25. mars 2021 10:30 Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar