Tvær táningsstelpur slá í gegn en BKG og Jóhanna Júlía eru efst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 12:01 Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa staðið sig best Íslendinga til þessa á CrossFit Open. Instagram/@bk_gudmundsson og johannajuliusdottir Björgvin Karl Guðmundsson er sjötti og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir er í áttunda sæti eftir tvær fyrstu tvær vikurnar í Open 2021. Lokavikan er framundan. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga eftir 21.1 og 21.2 í opna hluta heimsleikanna í CrossFit og á góða möguleika á því að hækka sig með góðum árangri í lokavikunni. Björgvin Karl náði fimmtánda sætinu í fyrsta hlutanum og varð síðan í 25. sæti í öðrum hlutunum. Hann er því með 40 stig þegar markmiðið er að vera með sem fæst stig. Næstur á undan honum er Bandaríkjamaðurinn Mitchel Stevenson með 39 stig en efstur er Grikkinn Alex Kotoulas með 29 stig. Kanadamaðurinn Jeffrey Adler er í öðru sæti með 30 stig og þriðji er Bandaríkjamaðurinn Noah Ohlsen með 33 stig. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Björgvin Karl er sætum ofar en næsti íslenski maðurinn sem er Ingimar Jónsson með 467 stig í 107. sæti. Þriðji hjá íslensku strákunum er Sigurður Hjörtur Þrastarson (527 stig) í 122. sæti og fjórði er Haraldur Holgersson (841 stig) í 204. sæti. Frábær árangur sextán og sautján ára stelpna hefur vakið athygli á fyrstu tveimur vikum opna hluta heimsleikanna í CrossFit. Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru annars vegar hin sautján ára gamla Mallory O’Brien og hin sextán ára Emma Cary. Þær eru báðar á undan heimsmeistaranum Tia-Clair Toomey-Orr sem er þriðja. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir vann fyrsta hlutann er komin niður í áttunda sætið eftir annan hlutann. Jóhanna Júlía varð í 44. sæti í 21.2. Hún er með 45 stig eða jafnmörg stig og Haley Adams. View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Júlía Júlíusdóttir (@johannajuliusdottir) Táningarnir tveir eru með 11 og 15 stig og Tia-Clair er síðan með 18 stig. Næst á undan Jóhönnu er hin bandaríska Ellie Tarence Hiller með 36 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er næstefst af íslensku stelpunum í fjórtánda sæti (94 stig) en Katrín Tanja Davíðsdóttir er síðan í sautjánda sætinu með 96 stig. Anníe Mist Þórisdóttir er fjórða sæti af íslensku stelpunum eftir frábæra frammistöðu í 21.2 en hún er í 192.sæti á heildarlistanum með 682 stig. Anníe Mist var í 662. sæti eftir 21.1 og hækkaði sig því um 490 sæti. Andrea Ingibjörg Orradóttir er fimmta og Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti af íslensku stelpunum. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira