Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir óbreyttum stýrivöxtum Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2021 09:01 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar. Ákvörðun Seðlabankans er í samræmi við væntingar markaðsins en bæði Íslandsbanki og Landsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Óvissa en útlit fyrir áframhaldandi bata Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til þess að mikil óvissa sé um þróun efnahagsmála hér og erlendis sem muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu faraldursins og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var samdráttur landsframleiðslu 6,6% í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7%. Efnahagsumsvif reyndust því kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Þá benda vísbendingar og kannanir til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári að sögn Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vegi enn þungt en séu líklega tekin að fjara út þar sem gengi krónunnar hafi hækkað nokkuð undanfarið. Því sé útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 19. maí næstkomandi. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar. Ákvörðun Seðlabankans er í samræmi við væntingar markaðsins en bæði Íslandsbanki og Landsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Óvissa en útlit fyrir áframhaldandi bata Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til þess að mikil óvissa sé um þróun efnahagsmála hér og erlendis sem muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu faraldursins og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var samdráttur landsframleiðslu 6,6% í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7%. Efnahagsumsvif reyndust því kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Þá benda vísbendingar og kannanir til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári að sögn Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vegi enn þungt en séu líklega tekin að fjara út þar sem gengi krónunnar hafi hækkað nokkuð undanfarið. Því sé útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 19. maí næstkomandi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31