Innlent

Enginn skjálfti mælst stærri en 3 á síðustu 48 tímum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Svo virðist sem töluverð spenna hafi losnað þegar fór að gjósa, alltént skelfur ekki jafn mikið og áður.
Svo virðist sem töluverð spenna hafi losnað þegar fór að gjósa, alltént skelfur ekki jafn mikið og áður. Vísir/Egill

Á síðustu 48 klukkustundum hafa 332 skjálftar mælst á landinu en enginn stærri en 3. Níu skjálftar hafa mælst á bilinu 2 til 3 og 105 á bilinu 1 til 2. Þá hafa 218 mælst minni en 1.

Flestir þeirra skjálfta sem mælst hafa í kvöld hafa orðið fyrir norðan, austsuðaustur af Flatey. Sterkustu skjálftarnir, á bilinu 2 til 3, hafa hins vegar flestir mælst á Reykjanesinu.

Um 8.500 jarðskjálftar mældust vikuna 15. til 21. mars en vikuna þar á undan mældust um 19.000 skjálftar. Langflestir voru staðsettir á Reykjanesskaga, þar sem hrina hófst 24. febrúar síðastliðinn og eldgos 19. mars.

Það er enga stjörnu að finna á kortayfirliti Veðurstofunnar en þannig eru skjálftar yfir 3 táknaðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×