Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:02 Þessa mynd tók Sigfús Steindórsson í Norðurbænum í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum í kvöld. Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sést vel á kvöldhimninum. Sigfús Steindórsson Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent