Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:02 Þessa mynd tók Sigfús Steindórsson í Norðurbænum í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum í kvöld. Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sést vel á kvöldhimninum. Sigfús Steindórsson Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15