Arnar um fjarveru Gylfa Þórs: Slæmt að missa okkar allra besta mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. mars 2021 18:30 Arnar segir það að sjálfsögðu mjög slæmt fyrir landsliðið að missa sinn besta mann en nýtt leikkerfi gæti hjálpað liðinu í fjarveru Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm/Daniel Thor Arnar Gunnlaugsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, ræddi fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar í komandi landsleikjum Íslands við Stöð 2 og Vísi fyrr í dag. „Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
„Mjög slæmt að missa okkar allra besta mann. Sérstaklega á móti liði sem við munum ekki sjá mikið af boltanum. Þurfum að nýta hvert einasta fasta leikatriði og vera klókir,“ sagði Arnar um fjarveru Gylfa Þórs gegn Þýskalandi. „Gylfi er búinn að vera í toppstandi í vetur. Hann hefur sýnt gríðarlegan karakter og styrk með því að komast aftur inn í lið Everton og standa sig mjög vel. Það gæti verið til happs að við erum kannski að nýju þjálfararnir eru að breyta aðeins til og vilja spila 4-1-4-1. Við erum með leikmenn til að leysa þá stöðu mjög vel,“ bætti Arnar við. Illa hefur gengið að vinna leiki án Gylfa Þórs undanfarin ár „Einhvern tímann er allt fyrst. Það er smá bölmóður í landanum núna af því hann er ekki með en við þurfum að hætta að væla, þetta er leikur við Þjóðverja. Það er tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp og gera eitthvað af viti. Stærra svið gerist það varla heldur en gegn Þjóðverjum á útivelli.“ „Ég hlakka til að sjá þennan leik og sérstaklega hvernig liðinu verður stillt upp því þetta er fyrsti leikurinn hjá Arnari [Þór Viðarssyni] og Eiði Smára [Guðjohnsen]. Sjá hvaða áherslur þeir verða með. Hver getur leyst stöðu Gylfa Þórs? „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson, fyrirliði] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason]. Mögulega færi Albert [Guðmundsson] á vinstri kantinn og Jóhann Berg [Guðmundsson] á þann hægri. Svo er þetta spurning hvort Kolbeinn [Sigþórsson] eða Jón Daði [Böðvarsson] verði frammi.“ „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur,“ sagði Arnar að lokum varðandi vandræði Íslands þegar kemur að því að fylla skarð Gylfa Þórs. Nánar var rætt við Arnar í dag og birtist síðari hluti viðtalsins síðar í kvöld. Klippa: Arnar Gunnlaugs, fyrri hluti
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti