NBA dagsins: Einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 15:01 Luke Kennard átti ótrúlegan seinni hálfleik í sigri Los Angeles Clippers. AP/Mark J. Terrill Ein löng sigurganga og ein miklu lengri taphrina enduðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira