„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 06:44 Talið er að þúsundir hafi lagt leið sína á gosstöðvarnar um helgina. Myndin er tekin í gærdag en í gærkvöldi fór veður mjög að versna á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða fjölda fólks sem lenti í miklum vandræðum. Vísir/Vilhelm Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent