Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 14:53 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hélt upplýsingafund vegna eldgossins á Reykjanesskaga klukkan 14 í dag. Vísir/Elísabet Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna eldgossins í dag. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði útlit fyrir að um 30 kíló af gasi komi frá eldgosinu á sekúndu og að spár geri ráð fyrir að það skapi ekki hættu í byggð. Þó geti fólk með öndunarfærasjúkdóma og viðkvæm öndunarfæri þurft að fara varlega og fylgjast með loftgæðamælingum. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði það líklegasta í stöðunni vera að eldgosið fjari út. Það sem sé að koma upp sé bara brot af þeirri kviku sem hafi safnast í skorpunni og erfitt sé að spá til um framhaldið. Ekki sé búist við hamförum, eins og hann orðaði það. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðursstofunni, sagði líklegast að þetta gos haldi áfram í nokkra daga og að engin ástæða sé til að halda eitthvað annað að svo stöddu. Minna en það leit út fyrir að vera í nótt Magnús sagði að þetta væri eitt minnsta gos sem sögur fara af á Íslandi. „Við höfum verið að fylgjast með þessu í nótt og svo þegar við sáum þetta í dagsbirtu í morgun þá var það dálítið minna heldur það leit út fyrir að vera í nótt.“ Mælingar sýni að hraunið sé mest um tíu metra þykkt og að 0,2 til 0,3 milljón rúmmetrar af kviku væru komnir upp á yfirborðið. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Það þýðir að í þessa fimmtán til sextán tíma sem gosið hefur staðið hefur rennslið verið svipað eins og í Elliðaánum og það er bara ekki stórt gos. Þetta er þrefalt, fjórfalt minna heldur en var í litla gosinu á Fimmvörðuhálsi og kannski eins og fyrsta gosið í Kröflueldum,“ segir Magnús. Gosið sé á mjög hentugum stað í Geldingadölum sem sé hægt að líkja við eins konar baðker. Litlar líkur séu á því að hraunir fari þar út fyrir. „Þessi atburður er ekki alvarlegur sem slíkur en hann er ekki búinn og við eigum bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Magnús segir að það séu töluverð tíðindi að eldgos byrjað á Reykjanesskaga. „Þetta eru 800 ár um það bil síðan þetta gerðist síðast og verður að túlka sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hættulegt að nálgast svæðið án gosmælis Elín Björk mælti gegn því að fólk myndi reyna að ganga að gossvæðinu í dag þar sem veður og skyggni ætti eftir að versna og marga klukkutíma taki að komast að svæðinu. „Þetta verður vosbúð og það er eins gott að vera vel klæddur og vel búin. Ef menn ætla að fara að labba þarna þá þurfa menn að vera með gasmæli til að vera öruggir. Eins og ástandið er og eins og veðrið er þá er kannski bara best að horfa á þetta í gegnum vefmyndavélarnar. Það er spáð tíu til fimmtán metrum á sekúndu þarna og að labba til baka með fimmtán metra á sekúndu í fangið er ekkert spennandi fyrir alla.“ Hún varaði jafnframt við því að gasið væri ekki alltaf sjáanlegt og geti stefnt heilsu fólks í voða. Magnús tók undir með henni og sagði mikilvægt að taka mið af vindátt. Í lægð geti gasið safnast saman í dalnum. „Þó að þetta sé einn hundraðasti hluti af Holuhraunsgosinu þá breytir það því ekki að þetta er í lokaðri dæld og í lægð þá verður þetta bara dauðagildra. Þannig að við skulum fara varlega og nálgast þetta af virðingu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna vegna eldgossins í dag. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri hjá Veðurstofu Íslands, sagði útlit fyrir að um 30 kíló af gasi komi frá eldgosinu á sekúndu og að spár geri ráð fyrir að það skapi ekki hættu í byggð. Þó geti fólk með öndunarfærasjúkdóma og viðkvæm öndunarfæri þurft að fara varlega og fylgjast með loftgæðamælingum. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði það líklegasta í stöðunni vera að eldgosið fjari út. Það sem sé að koma upp sé bara brot af þeirri kviku sem hafi safnast í skorpunni og erfitt sé að spá til um framhaldið. Ekki sé búist við hamförum, eins og hann orðaði það. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðursstofunni, sagði líklegast að þetta gos haldi áfram í nokkra daga og að engin ástæða sé til að halda eitthvað annað að svo stöddu. Minna en það leit út fyrir að vera í nótt Magnús sagði að þetta væri eitt minnsta gos sem sögur fara af á Íslandi. „Við höfum verið að fylgjast með þessu í nótt og svo þegar við sáum þetta í dagsbirtu í morgun þá var það dálítið minna heldur það leit út fyrir að vera í nótt.“ Mælingar sýni að hraunið sé mest um tíu metra þykkt og að 0,2 til 0,3 milljón rúmmetrar af kviku væru komnir upp á yfirborðið. Kortið sýnir staðsetningu gosstöðvanna miðað við Grindavík og fleiri staði. „Það þýðir að í þessa fimmtán til sextán tíma sem gosið hefur staðið hefur rennslið verið svipað eins og í Elliðaánum og það er bara ekki stórt gos. Þetta er þrefalt, fjórfalt minna heldur en var í litla gosinu á Fimmvörðuhálsi og kannski eins og fyrsta gosið í Kröflueldum,“ segir Magnús. Gosið sé á mjög hentugum stað í Geldingadölum sem sé hægt að líkja við eins konar baðker. Litlar líkur séu á því að hraunir fari þar út fyrir. „Þessi atburður er ekki alvarlegur sem slíkur en hann er ekki búinn og við eigum bara eftir að sjá hvernig þetta þróast.“ Magnús segir að það séu töluverð tíðindi að eldgos byrjað á Reykjanesskaga. „Þetta eru 800 ár um það bil síðan þetta gerðist síðast og verður að túlka sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hættulegt að nálgast svæðið án gosmælis Elín Björk mælti gegn því að fólk myndi reyna að ganga að gossvæðinu í dag þar sem veður og skyggni ætti eftir að versna og marga klukkutíma taki að komast að svæðinu. „Þetta verður vosbúð og það er eins gott að vera vel klæddur og vel búin. Ef menn ætla að fara að labba þarna þá þurfa menn að vera með gasmæli til að vera öruggir. Eins og ástandið er og eins og veðrið er þá er kannski bara best að horfa á þetta í gegnum vefmyndavélarnar. Það er spáð tíu til fimmtán metrum á sekúndu þarna og að labba til baka með fimmtán metra á sekúndu í fangið er ekkert spennandi fyrir alla.“ Hún varaði jafnframt við því að gasið væri ekki alltaf sjáanlegt og geti stefnt heilsu fólks í voða. Magnús tók undir með henni og sagði mikilvægt að taka mið af vindátt. Í lægð geti gasið safnast saman í dalnum. „Þó að þetta sé einn hundraðasti hluti af Holuhraunsgosinu þá breytir það því ekki að þetta er í lokaðri dæld og í lægð þá verður þetta bara dauðagildra. Þannig að við skulum fara varlega og nálgast þetta af virðingu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30 Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23 „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Fegurð eldgossins í gegnum linsu ljósmyndarans Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt en það þykir sjónrænt og jafnvel fallegt. Það hófst skömmu fyrir klukkan níu í gærkvöldi og síðan þá hefur dregið nokkuð úr virkni. 20. mars 2021 12:30
Víðir mælir með að vel búið göngufólk gangi frá Bláa lóninu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn beinir þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. 20. mars 2021 12:23
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25