„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2021 22:58 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík. Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira