Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 88-76 | Stjarnan aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 21. mars 2021 21:25 Stjarnan hafði betur gegn Haukum. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið vann Hauka í Mathús Garðabæjar höllin í kvöld. Sterkur fjórði leikhluti Stjörnunnar réði baggamuninn í kvöld og eru Haukar enn á botni deildarinnar eftir að hafa tapað sínum fjórða leik í röð. Haukarnir byrjuðu leikinn betur og voru fyrstu tilþrif kvöldsins í boði Breka Gylfasonar þar sem hann snéri af sér varnarmann Stjörnunnar og lagði boltann mjúklega ofan í körfuna. Haukar áttu gott áhlaup þar sem þeir komust í 10-18 sem fékk Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar, til að taka leikhlé. Arnar lét vel í sér heyra og var ekki sáttur með sína menn og endaði leikhléið á að kasta taktík töflunni sinni í gólfið. Haukar héldu áfram í öðrum leikhluta að spila vel og voru Stjörnumenn í vandræðum með að láta boltann ganga milli liðs og voru þeir aðeins með 5 stoðsendingar í öllum fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks komst Stjarnan í gang og náðu upp sterkum kafla sem þeir unnu 14-3 og voru yfir í hálfleik 43-40. Þessi jákvæði kafli Stjörnunnar var það sem þeir byggðu ofan á í seinni hálfleik og voru þeir komnir níu stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta. Mirza Sarajlija var aðal maðurinn í liði Stjörnunnar og réðu Haukarnir ekkert við hann. Mirza endaði leikinn með 31 stig og var sá sem dróg vagninn hjá Stjörnunni. Stjarnan var síðan með öll völd á vellinum í fjórða leikhluta og sigldu þessum leik fagmannlega í höfn og komu sér aftur á sigurbraut með 12 stiga sigri 88-76. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan fann taktinn sinn þegar líða tók á leikinn. Eftir að hafa komist þremur stigum yfir í hálfleik kveiknaði neisti á liðinu og sýndu þeir í kvöld að þeir eru á talsvert betri stað en botnlið Haukar. Hverjir stóðu upp úr? Mirza Sarajlija var stórkostlegur í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann dróg vagninn og var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar, sérstaklega þegar þeir komust 11 stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta og litu þeir aldrei um öxl eftir það. Mirza endaði með 31 stig. Austin Brodeur átti flottan leik í kvöld ásamt fleiri mönnum í Stjörnu liðinu. Austin gerði 19 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Hlynur Bæringsson var afleiddur fyrstu þrjá leikhluta leiksins í kvöld. Hlynur virkaði í engum takti við leikinn, hann var að klikka á opnum skotum bæði fyrir utan og sniðskot. Hlynur fann sig svo loksins í fjórða leikhluta þar sem hann gerði öll stigin sín eða 9 talsins. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir Haukana og mátti sjá að sjálfstraust liðsins er í brunarústum. Þeir fengu mjög góð tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn en þá fóru þeir illa að ráði sínu og klikkuðu á auðveldum körfum. Hvað gerist næst? Haukar mæta ÍR ingum í Ólafssal næsta fimmtudag klukkan 20:15 og verður leikur sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það er stórleikur í Blue höllinni næstkomandi föstudag þegar Keflavík og Stjarnan mætast. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sævaldur Bjarnason: Ef við föllum ætlum við að gera það með sæmd „Það er rosalega erfitt að vera í þessari stöðu sem við erum komnir í. Það gengur vel hjá okkur framan af leik en þegar lið eru í svona miklu mótlæti líkt og við þá verður allt miklu erfiðara,“ sagði Sævaldur þjálfari Hauka svekktur. „Þetta var bara mjög erfitt í kvöld, við fengum góð tækifæri til að minnka leikinn niður en í staðinn klikkum við á skotinu og fáum þriggja stiga körfu í andlitið. Við erum bara í erfiðari barráttu í deildinni og eru litlu hlutirnir það sem skiptir máli, þegar þú klikkar á mörgum skotum þá finnst þér þú alltaf vera að fara í vörn sem er mjög leiðinleg staða að vera í.“ Haukar byrjuðu leikinn af krafti og var margt mjög lofandi í þeirra leik sem þjálfari liðsins getur litið björtum augum á. „Við höfum verið góðir á löngum köflum í síðustu leikjum en náum bara ekki að loka leikjunum, það er ákveðinn kúnst að loka leikjum og skilja andstæðinginn eftir. Stjarnan þurfti að taka tvö leikhlé vegna þess að við vorum að spila vel og fóru að pirra sig á hlutunum,“ sagði Sævaldur og bætti við ef liðið fellur þá ætla þeir að falla með sæmd. Dominos-deild karla Stjarnan Haukar
Stjarnan kom sér aftur á sigurbraut þegar liðið vann Hauka í Mathús Garðabæjar höllin í kvöld. Sterkur fjórði leikhluti Stjörnunnar réði baggamuninn í kvöld og eru Haukar enn á botni deildarinnar eftir að hafa tapað sínum fjórða leik í röð. Haukarnir byrjuðu leikinn betur og voru fyrstu tilþrif kvöldsins í boði Breka Gylfasonar þar sem hann snéri af sér varnarmann Stjörnunnar og lagði boltann mjúklega ofan í körfuna. Haukar áttu gott áhlaup þar sem þeir komust í 10-18 sem fékk Arnar Guðjónsson, þjálfara Stjörnunnar, til að taka leikhlé. Arnar lét vel í sér heyra og var ekki sáttur með sína menn og endaði leikhléið á að kasta taktík töflunni sinni í gólfið. Haukar héldu áfram í öðrum leikhluta að spila vel og voru Stjörnumenn í vandræðum með að láta boltann ganga milli liðs og voru þeir aðeins með 5 stoðsendingar í öllum fyrri hálfleik. Undir lok fyrri hálfleiks komst Stjarnan í gang og náðu upp sterkum kafla sem þeir unnu 14-3 og voru yfir í hálfleik 43-40. Þessi jákvæði kafli Stjörnunnar var það sem þeir byggðu ofan á í seinni hálfleik og voru þeir komnir níu stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta. Mirza Sarajlija var aðal maðurinn í liði Stjörnunnar og réðu Haukarnir ekkert við hann. Mirza endaði leikinn með 31 stig og var sá sem dróg vagninn hjá Stjörnunni. Stjarnan var síðan með öll völd á vellinum í fjórða leikhluta og sigldu þessum leik fagmannlega í höfn og komu sér aftur á sigurbraut með 12 stiga sigri 88-76. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan fann taktinn sinn þegar líða tók á leikinn. Eftir að hafa komist þremur stigum yfir í hálfleik kveiknaði neisti á liðinu og sýndu þeir í kvöld að þeir eru á talsvert betri stað en botnlið Haukar. Hverjir stóðu upp úr? Mirza Sarajlija var stórkostlegur í liði Stjörnunnar í kvöld. Hann dróg vagninn og var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar, sérstaklega þegar þeir komust 11 stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta og litu þeir aldrei um öxl eftir það. Mirza endaði með 31 stig. Austin Brodeur átti flottan leik í kvöld ásamt fleiri mönnum í Stjörnu liðinu. Austin gerði 19 stig og tók 10 fráköst. Hvað gekk illa? Hlynur Bæringsson var afleiddur fyrstu þrjá leikhluta leiksins í kvöld. Hlynur virkaði í engum takti við leikinn, hann var að klikka á opnum skotum bæði fyrir utan og sniðskot. Hlynur fann sig svo loksins í fjórða leikhluta þar sem hann gerði öll stigin sín eða 9 talsins. Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir Haukana og mátti sjá að sjálfstraust liðsins er í brunarústum. Þeir fengu mjög góð tækifæri til að koma sér aftur inn í leikinn en þá fóru þeir illa að ráði sínu og klikkuðu á auðveldum körfum. Hvað gerist næst? Haukar mæta ÍR ingum í Ólafssal næsta fimmtudag klukkan 20:15 og verður leikur sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það er stórleikur í Blue höllinni næstkomandi föstudag þegar Keflavík og Stjarnan mætast. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sævaldur Bjarnason: Ef við föllum ætlum við að gera það með sæmd „Það er rosalega erfitt að vera í þessari stöðu sem við erum komnir í. Það gengur vel hjá okkur framan af leik en þegar lið eru í svona miklu mótlæti líkt og við þá verður allt miklu erfiðara,“ sagði Sævaldur þjálfari Hauka svekktur. „Þetta var bara mjög erfitt í kvöld, við fengum góð tækifæri til að minnka leikinn niður en í staðinn klikkum við á skotinu og fáum þriggja stiga körfu í andlitið. Við erum bara í erfiðari barráttu í deildinni og eru litlu hlutirnir það sem skiptir máli, þegar þú klikkar á mörgum skotum þá finnst þér þú alltaf vera að fara í vörn sem er mjög leiðinleg staða að vera í.“ Haukar byrjuðu leikinn af krafti og var margt mjög lofandi í þeirra leik sem þjálfari liðsins getur litið björtum augum á. „Við höfum verið góðir á löngum köflum í síðustu leikjum en náum bara ekki að loka leikjunum, það er ákveðinn kúnst að loka leikjum og skilja andstæðinginn eftir. Stjarnan þurfti að taka tvö leikhlé vegna þess að við vorum að spila vel og fóru að pirra sig á hlutunum,“ sagði Sævaldur og bætti við ef liðið fellur þá ætla þeir að falla með sæmd.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti