Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - ÍR 107-84 | Fjórði sigur Þórs í röð Karl Jónsson skrifar 19. mars 2021 19:48 Vísir/Vilhelm Það bjuggust allflestir við hörkuleik hér í Höllinni á Akureyri í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti Breiðhyltingum úr ÍR í Dominosdeildinni. Stuðningsmenn Þórsara voru þó glaðir með hvernig leikurinn þróaðist því heimamenn voru ekki í gestgjafabuxunum að þessu sinni og flengdu ÍR-inga. Þórsarar lögðu strax grunninn að sigri með ótrúlegri byrjun, eða 15-0. ÍR-ingar skoruðu sín fyrstu stig eftir um 5 mínútna leik eftir að hafa nánast misþyrmt körfuspjaldinu í fyrstu skotum sínum sem höfnuðu yfirleitt beint í spjaldinu án allrar annarrar viðkomu. En með klókum varnarleik í formi 2-3 svæðisvörn og 2-2-1 svæðispressu eftir vítaskot náðu þeir að komast inn í leikinn fyrir leikhlutaskiptin en Þórsarar leiddu 24-21 eftir fyrsta leikhlutann. Ivan Alcolada lék aðeins örfáar upphafsmínútur en kappinn glímdi við iðrakvef og spilaði ekkert meira í leiknum. Heimamenn hófu annan leikhlutann á 12-3 spretti og voru að leysa svæðisvörnina betur en áður. ÍR-ingar voru helst til gáskafullir og hlupu of mikið út úr stöðum sínum í svæðisvörninni. Það leiddi til þess að heimamenn gátu skorað auðveldar körfur með sniðskotum. Það var ljóst strax í fyrri hálfleik að heimamenn ætluðu að stíga vel upp í fjarveru Ivans og Ingva og hver og einn einasti leikmaður sem steig inn á völlinn tóku ábyrgðinni fagnandi. Staðan í hálfleik var 58-42. Varnarleikur ÍR-inga afleitur en hittni heimamanna til háborinnar fyrirmyndar, sér í lagi utan þriggja stiga línunnar. ÍR-ingar mættu beittari til leiks í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu 6 stig í röð og minnkuðu muninn í 10 stig. Þegra þarna var komið gat einhvern veginn allt gerst. En Bjarki Ármann tók þá leikhlé og náði að endurskipuleggja leik heimamanna. Það virkaði því í hönd fóru góðar mínútur þar sem þeir spiluðu mjög góða vörn og uppskáru auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. Hraðaupphlaupsvörn ÍR-inga var heldur ekki til útflutnings á þessum tíma, þeir voru hægir til baka og voru að tapa boltanum á vondum stöðum. Það var helst Zvonko Buljan sem reyndi að halda sínum mönnum á floti. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 88-64. Evan Singletary hóf fjórða leikhlutann með þriggja stiga körfu og héldu flestir að þeir myndu gera áhlaup á heimamenn. En þeir náðu ekki að fylgja þessu eftir. Leikur beggja liða var nokkuð óagaður fyrstu mínútur leikhlutans og þegar rúmlega ein og hálf mínúta var búin af leikhlutanum misstu ÍR-ingar toppstykkið, fengu tvær tæknivillur og það má segja að leikurinn hafi endanlega farið þarna. Þórsarar reyndu að mjólka klukkuna það sem eftir var leiks og leikurinn fjaraði svo út þar sem ungir leikmenn fengu dýrmætar mínútur. Lokatölur 107 – 84. Af hverju vann Þór? Liðsheildin var frábær í liði Þórs í kvöld. Með einn allra besta leikmann deildarinnar á bekknum auk Ingva Guðmundssonar, stigu allir upp í þeirra stað. Bjarki Ármann hefur náð að búa til gríðarlega sterkt lið þar sem allir vinna hver fyrir annan og allir spila sína rullu. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær í liði Þórs og Srdan Stojanovic gaf honum lítið eftir í stigaskoruninni. Hins vegar ætlar fréttaritari að leyfa sér að krýna Andrius Globys mann leiksins. Sá steig upp í teignum í fjarveru Ivans. Hann batt vörnina saman, frákastaði vel, varði tvö skot og gaf bakvörðum sínum sjálfstraust í vörninni með því að loka teignum oft á tíðum. Hann gerir hlutina hljóðlega en þvílíkur leikmaður. Þá má alveg minnast á Skagfirðingana í liði Þórsara, þeirra Ragnars Ágústssonar og Hlyns Freys Einarssonar, en þeir fengu stærri hlutverk í kvöld og stóðu undir væntingum, sérstaklega varnarlega. Hvað gekk illa? Það gekk eiginlega allt á afturfótunum hjá ÍR í kvöld. Þeir hófu leikinn afar illa og það vakti athygli að fyrstu skotin þeirra utan að velli voru nánast bara beint í spjaldið án þess að koma við neitt annað. Gárungarnir höfðu það á orði að það stórsæi á spjöldunum. Þrátt fyrir að hafa náð sér á strik í seinni hluta fyrsta leikhlutans voru þeir hálf höfuðlausir það sem eftir lifði leiks. Annað hvort er vel kveikt á ÍR-liðinu í vetur eða illa slökkt og það var sannarlega myrkur í þeirra herbúðum í kvöld. Hvað gerist næst? Það er skammur tími til hvíldar um þessar mundir því á sunnudaginn eiga Þórsarar útileik við KR á meðan ÍR-ingar taka á móti Þór frá Þorlákshöfn á mánudag. Það verður spennandi að sjá hvort ÍR mætir með ljósin kveikt eða slökkt í þann leik. Bjarki Ármann himinsæll með sína menn. „Þetta var frábær sigur liðsheildarinnar, ÍR er með mjög sterkt lið, gríðarlega góða skorara en við náðum að slökkva á þeirra helstu hestum á meðan við svínhittum í sókninni,“ sagði sigurreifur þjálfari Þórsaranna. „Það stigu allir upp, Dedrick og Srdan voru að skora mikið, Andrius spilaði vel eins og alltaf, Guy að skila sínu og íslensku strákarnir flottir. Við erum alltaf að horfa á næsta skref hjá okkur og bæta okkur,“ sagði Bjarki sem sagðist einnig elska Andrius Globys, sem hann sagði vera stórkostlegan leikmann. Verkamaðurinn og hjartað og sálin í liðinu sagði Bjarki að lokum. Borche vonsvikinn „Það var slökkt á okkur í kvöld, við byrjuðum afar illa og það truflaði okkur vissulega að Ivan skyldi ekki spila þar sem við undirbjuggum okkur vel undir að kljást við hann,“ sagði vonsvikinn þjálfari ÍR Borche Ilievski. „En við vissum að við þyrftum að stoppa Dedrick og Srdan en gerðum það bara ekki í kvöld.“ Hann sagði að hrynjandinn í liðinu væri slæmur, þeir spiluðu vel einn leik en mjög illa þann næsta. „En við verðum að vera jákvæðir því það er stutt á milli leikja og reyna að ná sem flestum sigrum á lokaspretti deildarinnar“, sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla ÍR Þór Akureyri
Það bjuggust allflestir við hörkuleik hér í Höllinni á Akureyri í kvöld þegar heimamenn í Þór tóku á móti Breiðhyltingum úr ÍR í Dominosdeildinni. Stuðningsmenn Þórsara voru þó glaðir með hvernig leikurinn þróaðist því heimamenn voru ekki í gestgjafabuxunum að þessu sinni og flengdu ÍR-inga. Þórsarar lögðu strax grunninn að sigri með ótrúlegri byrjun, eða 15-0. ÍR-ingar skoruðu sín fyrstu stig eftir um 5 mínútna leik eftir að hafa nánast misþyrmt körfuspjaldinu í fyrstu skotum sínum sem höfnuðu yfirleitt beint í spjaldinu án allrar annarrar viðkomu. En með klókum varnarleik í formi 2-3 svæðisvörn og 2-2-1 svæðispressu eftir vítaskot náðu þeir að komast inn í leikinn fyrir leikhlutaskiptin en Þórsarar leiddu 24-21 eftir fyrsta leikhlutann. Ivan Alcolada lék aðeins örfáar upphafsmínútur en kappinn glímdi við iðrakvef og spilaði ekkert meira í leiknum. Heimamenn hófu annan leikhlutann á 12-3 spretti og voru að leysa svæðisvörnina betur en áður. ÍR-ingar voru helst til gáskafullir og hlupu of mikið út úr stöðum sínum í svæðisvörninni. Það leiddi til þess að heimamenn gátu skorað auðveldar körfur með sniðskotum. Það var ljóst strax í fyrri hálfleik að heimamenn ætluðu að stíga vel upp í fjarveru Ivans og Ingva og hver og einn einasti leikmaður sem steig inn á völlinn tóku ábyrgðinni fagnandi. Staðan í hálfleik var 58-42. Varnarleikur ÍR-inga afleitur en hittni heimamanna til háborinnar fyrirmyndar, sér í lagi utan þriggja stiga línunnar. ÍR-ingar mættu beittari til leiks í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu 6 stig í röð og minnkuðu muninn í 10 stig. Þegra þarna var komið gat einhvern veginn allt gerst. En Bjarki Ármann tók þá leikhlé og náði að endurskipuleggja leik heimamanna. Það virkaði því í hönd fóru góðar mínútur þar sem þeir spiluðu mjög góða vörn og uppskáru auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum. Hraðaupphlaupsvörn ÍR-inga var heldur ekki til útflutnings á þessum tíma, þeir voru hægir til baka og voru að tapa boltanum á vondum stöðum. Það var helst Zvonko Buljan sem reyndi að halda sínum mönnum á floti. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 88-64. Evan Singletary hóf fjórða leikhlutann með þriggja stiga körfu og héldu flestir að þeir myndu gera áhlaup á heimamenn. En þeir náðu ekki að fylgja þessu eftir. Leikur beggja liða var nokkuð óagaður fyrstu mínútur leikhlutans og þegar rúmlega ein og hálf mínúta var búin af leikhlutanum misstu ÍR-ingar toppstykkið, fengu tvær tæknivillur og það má segja að leikurinn hafi endanlega farið þarna. Þórsarar reyndu að mjólka klukkuna það sem eftir var leiks og leikurinn fjaraði svo út þar sem ungir leikmenn fengu dýrmætar mínútur. Lokatölur 107 – 84. Af hverju vann Þór? Liðsheildin var frábær í liði Þórs í kvöld. Með einn allra besta leikmann deildarinnar á bekknum auk Ingva Guðmundssonar, stigu allir upp í þeirra stað. Bjarki Ármann hefur náð að búa til gríðarlega sterkt lið þar sem allir vinna hver fyrir annan og allir spila sína rullu. Hverjir stóðu upp úr? Dedrick Basile var frábær í liði Þórs og Srdan Stojanovic gaf honum lítið eftir í stigaskoruninni. Hins vegar ætlar fréttaritari að leyfa sér að krýna Andrius Globys mann leiksins. Sá steig upp í teignum í fjarveru Ivans. Hann batt vörnina saman, frákastaði vel, varði tvö skot og gaf bakvörðum sínum sjálfstraust í vörninni með því að loka teignum oft á tíðum. Hann gerir hlutina hljóðlega en þvílíkur leikmaður. Þá má alveg minnast á Skagfirðingana í liði Þórsara, þeirra Ragnars Ágústssonar og Hlyns Freys Einarssonar, en þeir fengu stærri hlutverk í kvöld og stóðu undir væntingum, sérstaklega varnarlega. Hvað gekk illa? Það gekk eiginlega allt á afturfótunum hjá ÍR í kvöld. Þeir hófu leikinn afar illa og það vakti athygli að fyrstu skotin þeirra utan að velli voru nánast bara beint í spjaldið án þess að koma við neitt annað. Gárungarnir höfðu það á orði að það stórsæi á spjöldunum. Þrátt fyrir að hafa náð sér á strik í seinni hluta fyrsta leikhlutans voru þeir hálf höfuðlausir það sem eftir lifði leiks. Annað hvort er vel kveikt á ÍR-liðinu í vetur eða illa slökkt og það var sannarlega myrkur í þeirra herbúðum í kvöld. Hvað gerist næst? Það er skammur tími til hvíldar um þessar mundir því á sunnudaginn eiga Þórsarar útileik við KR á meðan ÍR-ingar taka á móti Þór frá Þorlákshöfn á mánudag. Það verður spennandi að sjá hvort ÍR mætir með ljósin kveikt eða slökkt í þann leik. Bjarki Ármann himinsæll með sína menn. „Þetta var frábær sigur liðsheildarinnar, ÍR er með mjög sterkt lið, gríðarlega góða skorara en við náðum að slökkva á þeirra helstu hestum á meðan við svínhittum í sókninni,“ sagði sigurreifur þjálfari Þórsaranna. „Það stigu allir upp, Dedrick og Srdan voru að skora mikið, Andrius spilaði vel eins og alltaf, Guy að skila sínu og íslensku strákarnir flottir. Við erum alltaf að horfa á næsta skref hjá okkur og bæta okkur,“ sagði Bjarki sem sagðist einnig elska Andrius Globys, sem hann sagði vera stórkostlegan leikmann. Verkamaðurinn og hjartað og sálin í liðinu sagði Bjarki að lokum. Borche vonsvikinn „Það var slökkt á okkur í kvöld, við byrjuðum afar illa og það truflaði okkur vissulega að Ivan skyldi ekki spila þar sem við undirbjuggum okkur vel undir að kljást við hann,“ sagði vonsvikinn þjálfari ÍR Borche Ilievski. „En við vissum að við þyrftum að stoppa Dedrick og Srdan en gerðum það bara ekki í kvöld.“ Hann sagði að hrynjandinn í liðinu væri slæmur, þeir spiluðu vel einn leik en mjög illa þann næsta. „En við verðum að vera jákvæðir því það er stutt á milli leikja og reyna að ná sem flestum sigrum á lokaspretti deildarinnar“, sagði Borche að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti