The Sun réði einkaspæjara til að fá upplýsingar um Meghan Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 19:58 Götublaðið The Sun fékk persónulegar upplýsingar um Markle þegar hún var nýbyrjuð að hitta Harry Bretaprins. Vísir/Getty Breska götublaðið The Sun borgaði bandaríska einkaspæjaranum Daniel Hanks fyrir að sækja upplýsingar um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, á fyrstu stigum sambands hennar við Harry Bretaprins. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið í kvöld. Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Á meðal þeirra upplýsinga sem Hanks nálgaðist fyrir götublaðið var kennitala Markle, símanúmer og heimilisfang sem og upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar, fjölskyldumeðlimi og fyrrum kærasta. Í Bandaríkjunum geta rannsóknarmenn, líkt og Hanks er, nálgast ákveðnar upplýsingar úr gagnagrunnum í sérgreindum tilgangi, til að mynda fyrir dómsmál, en óheimilt er að sækja slíkar persónuupplýsingar fyrir fjölmiðla. Útgefandi The Sun segir blaðið einungis hafa óskað eftir lögmætri rannsókn og það hafi jafnframt beðið Hanks um að haga sér í samræmi við lög. Hanks segir nær allar upplýsingarnar hafa verið fengnar með lögmætum hætti fyrir utan kennitöluna. „Þegar þú hefur þær upplýsingar, þá ertu með lykilinn að konungsveldinu,“ bætti hann við. Hanks hefur starfað sem einkaspæjari í næstum því fjörutíu ár og á ferli sínum safnað upplýsingar um menn á borð við Michael Jackson og Jeffrey Epstein. Hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fjórum sinnum, síðast árið 2017 fyrir fjárkúgun. Í viðtali Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex ræddu þau sérstaklega breska fjölmiðla, sem þau sögðu hafa verið óvægna í garð Meghan Markle. Margar umfjallanir hafi litast af kynþáttafordómum og hún hafi upplifað mikla ósanngirni í sinn garð. Þá greindi hún einnig frá andlegum erfiðleikum sínum í viðtalinu og þeirri staðreynd að hún hafi um tíma íhugað sjálfsvíg.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. 14. mars 2021 10:02
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31