Pogba skaut Manchester United á­fram í átta liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Paul Pogba reyndist hetja Manchester United í kvöld.
Paul Pogba reyndist hetja Manchester United í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Manchester United vann 1-0 útisigur á AC Milan í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leikur kvöldsins var svipaður og leikur liðanna fyrir viku. Honum lauk með 1-1 jafntefli eftir að Man United komst yfir. Það var ekki mikið um opin færi í leik dagsins en heimamenn fengu þó alveg 2-3 færi sem hefði dugað til að knýja fram framlengingu.

Eina mark leiksins kom snemma í síðari hálfleik og það gerði varamaðurinn Paul Pogba. Hann hefur verið meiddur og var þetta hans fyrsti leikur í dágóðan tíma. Hann kom inn af bekknum og tók stöðu Marcus Rashford á vinstri vængnum.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Pogba gull af marki úr þröngu færi eftir að boltinn hafði skoppað á milli manna í teig heimamanna. Svo virtist sem bæði varnarmenn Milan sem og Gianluigi Donnarumma, markvörður liðsins, héldu að Frakkinn ætlaði að lyfta boltanum inn á teig en í staðinn virtist hann reka tánna í boltann sem fór þaðan yfir höfuð Donnarumma og í netið.

Staðan orðin 1-0 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Manchester United er því komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar ásamt Arsenal, Dinamo Zagreb, Slavia Prag, Roma, Granda, Ajax og Villareal.

Dregið verður í hádeginu á morgun og verður drátturinn í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira