Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2021 21:46 Gunnar og lærisveinar sóttu góðan sigur á Selfoss. vísir/hulda margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn. „Ég er náttúrulega bara hrikalega ánægður með þetta, og ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar eftir sigurinn. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Svo í seinni hálfleik var vörnin góð allan tíman og hélt vel.“ Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæra innkomu í mark gestana í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigrinum. „Við fáum þarna inn enn einn 18 ára guttann. Hann lokar bara og kemur með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem hjálpar okkur að landa þessu. Ég er bara ótrúlega ánægður með þriggja marka sigur.“ Gunnar hélt svo áfram að hrósa markmanninum unga, ásamt liðinu öllu. „Þetta var það sem við þurftum í seinni hálfleik. Hann kom með mikilvægar vörslur og vörnin var góð að sama skapi. Þeir reyndu sjö á sex en við náðum að halda Selfossi í 23 mörkum sem er frábært. Sóknarlega vorum við orðnir þreyttir síðustu tíu, en við náðum að landa þessu og ég er ótrúlega ánægður með það.“ Afturelding hafði tapað þrem af seinustu fjórum fyrir leikin í kvöld og því um mikilvæg tvö stig að ræða í mjög jafnri deild. „Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur. Þetta er bara stórkostlegt. Vinnusemin í strákunum og hvernig við framkvæmdum þetta inni á vellinum. Þetta var ótrúlega góður leikur og ég er bara stoltur af þeim. Þetta eru hrikalega mikilvæg tvö stig.“ Afturelding fær Gróttu í heimsókn næsta sunnudag og eftir smá pásu frá Olísdeildinni veit Gunnar nákvæmlega hversu mikilvægt það er að undirbúa sig vel þegar svona stutt er á milli leikja. „Nú eru þetta bara tveir leikir á viku og nú er bara hausinn undir hendurnar og einn dag í einu. Það er stutt í næsta leik og þetta er bara sama sagan, þetta eru allt úrslitaleikir og Grótta verða erfiðir á sunnudaginn. Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira
„Ég er náttúrulega bara hrikalega ánægður með þetta, og ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar eftir sigurinn. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Svo í seinni hálfleik var vörnin góð allan tíman og hélt vel.“ Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæra innkomu í mark gestana í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigrinum. „Við fáum þarna inn enn einn 18 ára guttann. Hann lokar bara og kemur með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem hjálpar okkur að landa þessu. Ég er bara ótrúlega ánægður með þriggja marka sigur.“ Gunnar hélt svo áfram að hrósa markmanninum unga, ásamt liðinu öllu. „Þetta var það sem við þurftum í seinni hálfleik. Hann kom með mikilvægar vörslur og vörnin var góð að sama skapi. Þeir reyndu sjö á sex en við náðum að halda Selfossi í 23 mörkum sem er frábært. Sóknarlega vorum við orðnir þreyttir síðustu tíu, en við náðum að landa þessu og ég er ótrúlega ánægður með það.“ Afturelding hafði tapað þrem af seinustu fjórum fyrir leikin í kvöld og því um mikilvæg tvö stig að ræða í mjög jafnri deild. „Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur. Þetta er bara stórkostlegt. Vinnusemin í strákunum og hvernig við framkvæmdum þetta inni á vellinum. Þetta var ótrúlega góður leikur og ég er bara stoltur af þeim. Þetta eru hrikalega mikilvæg tvö stig.“ Afturelding fær Gróttu í heimsókn næsta sunnudag og eftir smá pásu frá Olísdeildinni veit Gunnar nákvæmlega hversu mikilvægt það er að undirbúa sig vel þegar svona stutt er á milli leikja. „Nú eru þetta bara tveir leikir á viku og nú er bara hausinn undir hendurnar og einn dag í einu. Það er stutt í næsta leik og þetta er bara sama sagan, þetta eru allt úrslitaleikir og Grótta verða erfiðir á sunnudaginn.
Olís-deild karla Afturelding UMF Selfoss Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Sjá meira