Ráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Landspítala og afhendir ekki svörin þangað til Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2021 20:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ráðuneytið er að yfirfara bréf Landspítalans og telur ljóst að óska þurfi eftir frekari upplýsingar frá spítalanum varðandi málið. Ráðuneytið mun á næstu dögum óska eftir viðbótarupplýsingum frá Landspítala um þessi efni og mun ekki afhenda umrætt bréf fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir.“ Þannig hljóðar svar heilbrigðisráðuneytisins við beiðni Vísis um að fá afrit af svörum Landspítala við fyrirspurn ráðherra um það hvort og hvernig spítalinn sæi fyrir sér að annast rannsóknir á leghálssýnum í tengslum við skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Ráðherra óskaði eftir upplýsingunum 2. mars síðastliðinn og barst svar að kvöldi 15. mars. RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að svar spítalans hafi verið jákvætt. Þetta er í takt við svör spítalans við fyrirspurn frá forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í nóvember síðastliðinum, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Þar kom fram að spítalinn gæti séð um HPV rannsóknir og frumusýnarannsóknirnar sömuleiðis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Var þar meðal annars talað um fjármögnun, samninga um lán á aðstöðu Krabbameinsfélagsins og að nógu margir starfsmenn KÍ væru reiðubúnir til að ráða sig til Landspítalans. Í því svari kom fram að kostnaður við HPV rannsóknirnar væri um 3.481 krónur á próf en erfitt væri að meta kostnað við frumurannsóknirnar, þar sem forsendur lægju ekki fyrir. Var hann því áætlaður um 5.500 til 6.000 krónur á sýni. Þá átti eftir að gera ráð fyrir stofnkostnaði. Þess má geta að samkvæmt heimildum Vísis hefur verið gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við HPV rannsóknirnar muni lækka eftir að nýr tækjabúnaður var tekinn í notkun. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þannig hljóðar svar heilbrigðisráðuneytisins við beiðni Vísis um að fá afrit af svörum Landspítala við fyrirspurn ráðherra um það hvort og hvernig spítalinn sæi fyrir sér að annast rannsóknir á leghálssýnum í tengslum við skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Ráðherra óskaði eftir upplýsingunum 2. mars síðastliðinn og barst svar að kvöldi 15. mars. RÚV hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að svar spítalans hafi verið jákvætt. Þetta er í takt við svör spítalans við fyrirspurn frá forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í nóvember síðastliðinum, sem Vísir fjallaði um fyrr í dag. Þar kom fram að spítalinn gæti séð um HPV rannsóknir og frumusýnarannsóknirnar sömuleiðis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Var þar meðal annars talað um fjármögnun, samninga um lán á aðstöðu Krabbameinsfélagsins og að nógu margir starfsmenn KÍ væru reiðubúnir til að ráða sig til Landspítalans. Í því svari kom fram að kostnaður við HPV rannsóknirnar væri um 3.481 krónur á próf en erfitt væri að meta kostnað við frumurannsóknirnar, þar sem forsendur lægju ekki fyrir. Var hann því áætlaður um 5.500 til 6.000 krónur á sýni. Þá átti eftir að gera ráð fyrir stofnkostnaði. Þess má geta að samkvæmt heimildum Vísis hefur verið gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við HPV rannsóknirnar muni lækka eftir að nýr tækjabúnaður var tekinn í notkun.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira