Er Móna Lísa bóla? Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Rafmyntir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar