Er Móna Lísa bóla? Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Rafmyntir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun