Kannast ekki við tal um aðskilnað en sagði áður „óhjákvæmilegt“ að stefna að því markmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 14:48 Ráðherra vildi ekki kannast við það í dag að rætt hefði verið að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki kannast við að um það hefði verið rætt að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Stangast þetta á við fyrri ummæli ráðherra um málið. Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“ Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“
Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira