Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Guðbrandur Einarsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinnumarkaður Reykjanesbær Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun