Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2021 11:30 Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að hækka lægstu laununin við gerð kjarasamninga. Stöð 2/Friðrik Þór Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira
Í samantekst Hagstofu Íslands yfir launaþróun frá árinu 2009 til 2019 kemur fram að munur á atvinnutekjum einstaklinga á aldrinum 25 til 64 ára eftir menntunarstigi hefur heldur minnkað með árunum. Árið 2009 voru einstaklingar með starfs- og framhaldsmenntun með 19% hærri atvinnutekjur en þeir sem voru eingöngu með grunnmenntun. Árið 2019 var þessi munur kominn niður í 10%. Hér sést þróun launa innan einstakra hópa frá árinu 2009 til 2019.hagstofa íslands Þá fór munur á atvinnutekjum einstaklinga með háskólamenntun og þeirra sem voru með grunnmenntun úr 61% í 39% á tíu árum. Hagstofan segir þó rétt að halda til haga að á þessu tímabili hafi fjölgað hlutfallslega í hópi einstaklinga með háskólamenntun en fækkað í hópi þeirra sem einungis hafi grunnmenntun. Að einhverju leyti má sennilega skýra þessar breytingar með áherslu á hækkun lægstu launa við gerð kjarasamninga á undanförnum árum. Á umræddu tímabili hafa atvinnutekjur þeirra sem eru með grunnmentun hækkað um 39 prósent, þeirra sem hafa starfs- og framhaldsskólamenntun um 28 prósent og háskólamenntun um 20 prósent. Þegar heildartekjur fólks eftir aldri og menntun eru skoðaðar saman í úttekt Hagstofunnar kemur í ljós að aldur ræður mjög miklu um launamun einstakra menntunarhópa. Í yngsta aldurshópnum, sextán til tuttugu og fjögurra ára er ekki mikill munur á launum þeirra sem eru með starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun en þeir sem eru einungis með grunnmenntun á þessum aldri eru með mun lægri laun en þessir tveir hópar. Hér sést hvernig grunnskólamenntaðir draga mjög á starfs- og framhaldsskólamenntaða þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára.hagstofa íslands Þegar komið er í aldurshópinn tuttugu og fimm til fimmtíu og fjögurra ára draga grunnskólamenntaðir mikið á hópinn með starfs- og framhaldsskólamenntun. Þá eru þessir tveir hópar sitt hvoru meginn við fimmhundruð þúsund króna mánaðarlaun en háskólamenntaðir fara í tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar lengra kemur á starfsævina, þegar fólk er fimmtíu og fimm til sjötíu og fjögurra ára, síga mánaðarlaun þeirra sem eru með grunnskólamenntun að meðaltali niður í fjögurhundruð þúsund krónur, starfs- og framhaldsskólamenntaðir hækka örlítið yfir hálfu milljóninni en háskólamenntaðir fara að meðaltali í rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Þegar fólk er síðan orðið sjötíu og fimm ára eða eldra lækka bæði grunnskólamenntaðir og starfs- og framhaldsskólamenntaðir í tæp fjögurhundruð þúsund annars vegar og fjögurhundruð þúsund slétt að jafnaði hins vegar. En háskólamenntaðir eru enn nokkuð yfir hálfri milljón í mánaðrlaunum.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjá meira