Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir er ein besta CrossFit kona heimsins og því stórfrétt í CrossFit heiminum að hún sé úr leik á þessu tímabili. Instagram/@crossfitgames Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. Sara sagði frá þessum hræðilegu fréttum á Instagram síðu sinni í gær en hún meiddist á æfingu í síðustu viku. Sara hefði annars átt að klára fyrstu æfinguna á The Open um helgina en opni hlutinn markar upphafið að nýju tímabili í CrossFit og fyrsta skrefið í átt að heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þetta er enn eitt áfallið á ferli Söru en það er óhætt að segja að hún hafi ekki haft heppnina með sér undanfarin ár þar sem meiðsladraugurinn hefur elt hana uppi hvað eftir annað. Fyrir vikið þar Sara að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir að upplifa heimsmeistaradrauminn sinn. Nú er líka ljóst að sigurgöngu Söru á The Open lýkur núna en hún hafði unnið upphafshluta CrossFit tímabilsins tvö ár í röð og þrisvar á síðustu fjórum árum. „Ég upplifði mína verstu martröð fyrr í þessari viku þegar ég meiddist á hné á æfingu. Ég fann smell í hnénu þegar ég var að gera ‚split jerk' æfingu og fór strax í myndatöku. Niðurstaðan var að ég hafði slitið fremra krossbandið,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína. „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þetta hafi yfir höfuð gerst og þeirri staðreynd að ég muni ekki taka þátt á 2021 keppnistímabilinu í CrossFit. Nú þarf ég að fara í skurðaðgerð og svo taka við mánuðir í endurhæfingu. Þegar tímalínan kemst betur á hreint þá mun ég segja frá hvernig framhaldið lítur út hjá mér,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá mínu teymi og mínum styrktaraðilum. Svo auðvitað líka fyrir stuðninginn frá ykkur öllum sem hafið staðið með mér í gegnum súrt og sætt og hafið alltaf verið mín mesta hvatning síðan ég byrjaði í þessari íþrótt,“ skrifaði Sara. „Vitandi það að það sé hægt að koma hundrað prósent til baka eftir svona meiðsli gefur mér fulla ástæðu til að vera jákvæð og hungrið í öfluga endurkomu er þegar til staðar. Þetta er mín áskorun núna og ég tek henni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Tengdar fréttir Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30 Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31 Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Sara sagði frá þessum hræðilegu fréttum á Instagram síðu sinni í gær en hún meiddist á æfingu í síðustu viku. Sara hefði annars átt að klára fyrstu æfinguna á The Open um helgina en opni hlutinn markar upphafið að nýju tímabili í CrossFit og fyrsta skrefið í átt að heimsleikunum í haust. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þetta er enn eitt áfallið á ferli Söru en það er óhætt að segja að hún hafi ekki haft heppnina með sér undanfarin ár þar sem meiðsladraugurinn hefur elt hana uppi hvað eftir annað. Fyrir vikið þar Sara að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir að upplifa heimsmeistaradrauminn sinn. Nú er líka ljóst að sigurgöngu Söru á The Open lýkur núna en hún hafði unnið upphafshluta CrossFit tímabilsins tvö ár í röð og þrisvar á síðustu fjórum árum. „Ég upplifði mína verstu martröð fyrr í þessari viku þegar ég meiddist á hné á æfingu. Ég fann smell í hnénu þegar ég var að gera ‚split jerk' æfingu og fór strax í myndatöku. Niðurstaðan var að ég hafði slitið fremra krossbandið,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína. „Ég er enn að reyna að átta mig á því að þetta hafi yfir höfuð gerst og þeirri staðreynd að ég muni ekki taka þátt á 2021 keppnistímabilinu í CrossFit. Nú þarf ég að fara í skurðaðgerð og svo taka við mánuðir í endurhæfingu. Þegar tímalínan kemst betur á hreint þá mun ég segja frá hvernig framhaldið lítur út hjá mér,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir þann stuðning sem ég hef fengið frá mínu teymi og mínum styrktaraðilum. Svo auðvitað líka fyrir stuðninginn frá ykkur öllum sem hafið staðið með mér í gegnum súrt og sætt og hafið alltaf verið mín mesta hvatning síðan ég byrjaði í þessari íþrótt,“ skrifaði Sara. „Vitandi það að það sé hægt að koma hundrað prósent til baka eftir svona meiðsli gefur mér fulla ástæðu til að vera jákvæð og hungrið í öfluga endurkomu er þegar til staðar. Þetta er mín áskorun núna og ég tek henni,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Tengdar fréttir Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30 Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31 Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Nýi þjálfarinn ræddi möguleika Söru á að verða heimsmeistari í CrossFit Nýi þjálfarinn hennar Söru Sigmundsdóttur ræddi möguleika Söru og komandi tímabil í CrossFit í nýjum þætti á Youtube síðu heimsleikanna en enn á ný verður Suðurnesjakonan með augu CrossFit heimsins á sér. 9. mars 2021 09:30
Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. 26. febrúar 2021 08:31
Sara segir að viðtökurnar hafi komið henni mikið á óvart Gamla skissubókin hennar Söru Sigmundsdóttur er að koma sér vel núna þegar draumur hennar er að rætast. 25. janúar 2021 08:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti