Arsenal kom til baka og vann Norður-Lundúnaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 18:25 Martin Ödegaard fagnar sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni. EPA-EFE/Dan Mullan Arsenal kom til baka og vann Tottenham Hotspur 2-1 í Norður-Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn var frábær skemmtun og hefðu mörkin hæglega geta orðið mun fleiri. Fyrir leik var aðalumræðuefnið það að fyrirliði Arsenal – Pierre-Emerick Aubameyang – var á bekknum vegna agabrots. Samkvæmt The Athletic mætti hann of seint í leikinn, ekki í fyrsta skipti sem það gerist á leiktíðinni. Það kom ekki að sök en Arsenal hóf leikinn mun betur. Þegar tæpar fimmtán mínútur voru liðnar átti Emile-Smith Rowe frábært skot sem hafnaði í slánni á marki Hugo Lloris. Sá franski kom engum vörnum við en boltinn í slá og út. Skömmu síðar fór Son Heung-Min meiddur út af og Erik Lamela kom inn af bekknum. Lamela kom svo Tottenham yfir með gjörsamlega sturluðu marki. Boltinn datt þá fyrir hann í teignum og Lamela tók svokallaða „rabona“ spyrnu og skoraði stórkostlegt mark. Boltinn fór milli fóta Thomas Partey og endaði alveg út við stöng, óverjandi fyrri Bernd Leno í marki Arsenal. Lamela skoraði stórkostlegt mark og átti svo heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum.EPA-EFE/Julian Finney Strax í næstu sókn átti hægri bakvörðurinn Cedric Soares þrumuskot í stöng og virtist sem Arsenal væri ekki ætlað að skora í dag. Þeim tókst samt sem áður að jafna metin áður en fyrri hálfleik var lokið. Þar var að verki Martin Ödegaard með sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran undirbúning Kieran Tierney á vinstri vængnum. Skotið hafði viðkomu í Toby Alderweireld og fór þaðan fram hjá Lloris. Staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar klukkutími var liðinn fengu heimamenn vítaspyrnu. Alexandre Lacazette fékk óvænt frábært skotfæri en hitti boltann skelfilega sem fór ekki einu sinni í áttina að marki Tottenham. Davinson Sanchez kom hins vegar í kjölfarið og hamraði Laazette niður. Því var vítaspyrna dæmd sem Lacazette tók sjálfur og skoraði af öryggi, staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil. 7 - Spurs have conceded seven penalty goals in the Premier League this season, the most by a José Mourinho side in a single campaign in the competition. Self-sabotage. pic.twitter.com/D4CbMKZ5kS— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2021 Tottenham fór svo úr öskunni í eldinn þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Lamela nældi þá í sitt annað gula spjald fyrir að reka handlegg sinn í andlitið á Tierney og gestirnir því manni færri og marki undir. Harry Kane hélt hann hefði jafnað metin fyrir gestina á 82. mínútu er hann skallaði aukaspyrnu Lucas Moura í netið. Því miður fyrir Kane og Tottenam var hann rangstæður. Kane var svo hársbreidd frá því að jafna metin er venjulegur leiktími var að renna út. Hann tók á aukaspyrnu sem small í stönginni og í kjölfarið bjargaði Gabriel nánast á línu eftir að Sanchez fylgdi skoti Kane eftir. Þrátt fyrir að vera manni færri sóttu gestirnir linnulaust en allt kom fyrir ekki og Arsenal vann Norður-Lundúnaslaginn 2-1. Arsenal er nú með 41 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem eru í 8. sæti og Tottenham er þar fyrir ofan með 45 stig. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal kom til baka og vann Tottenham Hotspur 2-1 í Norður-Lundúnaslag ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn var frábær skemmtun og hefðu mörkin hæglega geta orðið mun fleiri. Fyrir leik var aðalumræðuefnið það að fyrirliði Arsenal – Pierre-Emerick Aubameyang – var á bekknum vegna agabrots. Samkvæmt The Athletic mætti hann of seint í leikinn, ekki í fyrsta skipti sem það gerist á leiktíðinni. Það kom ekki að sök en Arsenal hóf leikinn mun betur. Þegar tæpar fimmtán mínútur voru liðnar átti Emile-Smith Rowe frábært skot sem hafnaði í slánni á marki Hugo Lloris. Sá franski kom engum vörnum við en boltinn í slá og út. Skömmu síðar fór Son Heung-Min meiddur út af og Erik Lamela kom inn af bekknum. Lamela kom svo Tottenham yfir með gjörsamlega sturluðu marki. Boltinn datt þá fyrir hann í teignum og Lamela tók svokallaða „rabona“ spyrnu og skoraði stórkostlegt mark. Boltinn fór milli fóta Thomas Partey og endaði alveg út við stöng, óverjandi fyrri Bernd Leno í marki Arsenal. Lamela skoraði stórkostlegt mark og átti svo heldur betur eftir að koma við sögu síðar í leiknum.EPA-EFE/Julian Finney Strax í næstu sókn átti hægri bakvörðurinn Cedric Soares þrumuskot í stöng og virtist sem Arsenal væri ekki ætlað að skora í dag. Þeim tókst samt sem áður að jafna metin áður en fyrri hálfleik var lokið. Þar var að verki Martin Ödegaard með sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran undirbúning Kieran Tierney á vinstri vængnum. Skotið hafði viðkomu í Toby Alderweireld og fór þaðan fram hjá Lloris. Staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar klukkutími var liðinn fengu heimamenn vítaspyrnu. Alexandre Lacazette fékk óvænt frábært skotfæri en hitti boltann skelfilega sem fór ekki einu sinni í áttina að marki Tottenham. Davinson Sanchez kom hins vegar í kjölfarið og hamraði Laazette niður. Því var vítaspyrna dæmd sem Lacazette tók sjálfur og skoraði af öryggi, staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil. 7 - Spurs have conceded seven penalty goals in the Premier League this season, the most by a José Mourinho side in a single campaign in the competition. Self-sabotage. pic.twitter.com/D4CbMKZ5kS— OptaJoe (@OptaJoe) March 14, 2021 Tottenham fór svo úr öskunni í eldinn þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka. Lamela nældi þá í sitt annað gula spjald fyrir að reka handlegg sinn í andlitið á Tierney og gestirnir því manni færri og marki undir. Harry Kane hélt hann hefði jafnað metin fyrir gestina á 82. mínútu er hann skallaði aukaspyrnu Lucas Moura í netið. Því miður fyrir Kane og Tottenam var hann rangstæður. Kane var svo hársbreidd frá því að jafna metin er venjulegur leiktími var að renna út. Hann tók á aukaspyrnu sem small í stönginni og í kjölfarið bjargaði Gabriel nánast á línu eftir að Sanchez fylgdi skoti Kane eftir. Þrátt fyrir að vera manni færri sóttu gestirnir linnulaust en allt kom fyrir ekki og Arsenal vann Norður-Lundúnaslaginn 2-1. Arsenal er nú með 41 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem eru í 8. sæti og Tottenham er þar fyrir ofan með 45 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti