Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 10:21 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Jarðskjálftinn var að stærð 4,6 vestan af Grindavík rétt fyrir klukkan níu í morgun. Skjálftavirknin á Reykjanesskaga hefur hingað til verið mest við Fagradalsfjall, sem er nokkuð austan við bæinn. Kristín sagði í Bítinu í morgun að skjálftinn væri svokallaður gikkskjálfti, þ.e. skjálfti sem er afleiðing af spennubreytingum. „Það er greinilega spenna að byggjast upp í jarðskorpunni og þessi skjálfti sem varð núna rétt fyrir klukkan níu hann er þessi gikkskjálfti,“ sagði Kristín. „Þannig að við teljum ekki að þessi skjálfti sé til marks um að kvika sé að brjótast upp akkúrat þar sem hann er. Skjálftinn varð alveg sex kílómetrum fyrir vestan Grindavík.“ Skjálftinn varð við Eldvörp vestan af Grindavík.Vísir/Hjalti Svakaleg átök Miðað við allra nýjustu upplýsingar sé kvikugangurinn á svæðinu jafnframt að færast örlítið til suðurs. „Og hann er í Fagradalsfjalli. Það er eins og kvikan sé að brjóta sér smám saman leið til suðurs og þetta eru svona svakaleg átök að það verður skjálftavirkni á mjög stóru svæði, ekki bara yfir honum [kvikuganginum],“ sagði Kristín. En með því að kvikan er að færa sig í áttina suður, eykur það þá líkurnar á að gosið komi upp sunnar en áður var talið? „Já, ég myndi segja það,“ sagði Kristín. „En þetta gerist ekkert rosalega hratt og miðað við það sem við þekkjum þá er svona hrauntfrontur ekki að ferðast neitt rosalega hratt. Við erum að sjá í hæsta lagi kannski 400 metra á klukkustund.“ Óvissa með stærð mögulegs eldgoss Kristín sagði í gær að líkur á eldgosi ykjust með hverjum deginum. Innt eftir því hvað hún teldi miklar líkur á eldgosi í prósentum talið hló Kristín við. „Eigum við ekki bara að segja fimmtíu prósent,“ sagði hún. Því hefur verið velt upp að ef eldgos verði þá verði það lítið. Kristín sagði að fara þyrfti varlega í slíkar fullyrðingar. „Við getum reiknað hvað gangurinn er orðinn stór, hvað hann getur orðið stór og hvað hann tekur mikið pláss. En ef það opnast einhver æð, djúpt niður í kviku, þá getur hún svosem haldið áfram að dæla í langan tíma og við erum ekkert endilega bundin við það rúmmál sem hefur komist inn í kvikuganginn. Þannig að það er óvissa í þessari stærð.“ Þá sé kvikan líklegast enn á um eins kílómetra dýpi. „Ef þetta færist nær yfirborði þá ættum við að fara að sjá sprungur á yfirborðinu, í raun eins og sigdal myndast, en við höfum ekki séð það gerast enn þá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29 Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18 Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Eldgos „líklegra og líklegra með hverjum degi sem líður“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að það verði að teljast líklegra og líklegra með hverjum deginum sem líður að kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið í eldgosi á Reykjanesskaganum. 10. mars 2021 12:29
Um 800 skjálftar frá miðnætti Enn er mikil skjálftavirkni í og við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og hafa um 800 skjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. Nokkrir þeirra hafa verið yfir þremur að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúruvársérfræðings, og var sá stærsti 3,4. 11. mars 2021 06:18
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00