Færaveisla í Búdapest og Liverpool áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 10. mars 2021 21:51 Salah skoraði eitt og hefði getað skorað fleiri í kvöld. David Balogh/Getty Images Það vantaði ekki færin í síðari leik Leipzig og Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í átta liða úrslitin, samanlagt 4-0. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0. Ensku meistararnir refsuðu þá þeim þýsku all hressilega fyrir þeirra mistök. Fyrri leikurinn fór fram í Búdapest - líkt og sá síðari í kvöld, vegna ferðatakmarkanna í Englandi og Þýskalandi. 👉 Tonight's team news 👈5️⃣ changes from our last outing as TAA, Kabak, Fabinho, Thiago and Mane included in the starting XI. #LFC | #UCL— Liverpool FC (@LFC) March 10, 2021 Leipzig byrjaði af ágætis krafti og Daniel Olmo átti ágætis skot sem Alisson varði. Eftir það átti Liverpool hvert færið á eftir öðru. Diego Jota, Mohamed Salah og Sadio Mane fengu allir tækifæri til að skora og Jota meðal annars tvö góð færi en markalaust í hálfleik. Það róaðist aðeins í síðari hálfleik ef litið er á fjölda dauðafæra. Leipzig reyndi og reyndi að minnka muninn en Alexander Sörloth skallaði meðal annars í slá á 65. mínútu. Það var svo á 71. mínútu sem fyrsta markið kom. Eftir flotta sókn Liverpool gaf Sadio Mane góða sendingu inn fyrir vörn Leipzig og Mo Salah skoraði. Loksins, loksins komu ensku meistararnir boltanum í netið. Einungis þremur mínútum síðar tvöfölduðu Liverpool forystuna. Divock Origi gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Sadio Mane kom askvaðandi og skilaði boltanum í netið. Liverpool have scored more home goals at the Puskas Arena (2) than they have at Anfield (1) in 2021. #UCL pic.twitter.com/grDArBAG5y— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-0, samanlagt 4-0. Liverpool á því enn möguleika á því að vinna annan Evrópumeistaratitilinn á þremur árum. Meistaradeild Evrópu
Það vantaði ekki færin í síðari leik Leipzig og Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í átta liða úrslitin, samanlagt 4-0. Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-0. Ensku meistararnir refsuðu þá þeim þýsku all hressilega fyrir þeirra mistök. Fyrri leikurinn fór fram í Búdapest - líkt og sá síðari í kvöld, vegna ferðatakmarkanna í Englandi og Þýskalandi. 👉 Tonight's team news 👈5️⃣ changes from our last outing as TAA, Kabak, Fabinho, Thiago and Mane included in the starting XI. #LFC | #UCL— Liverpool FC (@LFC) March 10, 2021 Leipzig byrjaði af ágætis krafti og Daniel Olmo átti ágætis skot sem Alisson varði. Eftir það átti Liverpool hvert færið á eftir öðru. Diego Jota, Mohamed Salah og Sadio Mane fengu allir tækifæri til að skora og Jota meðal annars tvö góð færi en markalaust í hálfleik. Það róaðist aðeins í síðari hálfleik ef litið er á fjölda dauðafæra. Leipzig reyndi og reyndi að minnka muninn en Alexander Sörloth skallaði meðal annars í slá á 65. mínútu. Það var svo á 71. mínútu sem fyrsta markið kom. Eftir flotta sókn Liverpool gaf Sadio Mane góða sendingu inn fyrir vörn Leipzig og Mo Salah skoraði. Loksins, loksins komu ensku meistararnir boltanum í netið. Einungis þremur mínútum síðar tvöfölduðu Liverpool forystuna. Divock Origi gaf þá frábæra fyrirgjöf fyrir markið þar sem Sadio Mane kom askvaðandi og skilaði boltanum í netið. Liverpool have scored more home goals at the Puskas Arena (2) than they have at Anfield (1) in 2021. #UCL pic.twitter.com/grDArBAG5y— Squawka Football (@Squawka) March 10, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2-0, samanlagt 4-0. Liverpool á því enn möguleika á því að vinna annan Evrópumeistaratitilinn á þremur árum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti