Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 16:48 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis. Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum. Samherjaskjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum.
Samherjaskjölin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira