Hvar er besta ávöxtunin í dag? Björn Berg Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 08:02 „Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
„Hvar er best fyrir fólk að geyma peningana sína í dag? Með öðrum orðum, hvað hefur hækkað mest undanfarna tólf mánuði?“ Þetta er fyrirspurn sem mér barst fyrir nokkru og ekki í fyrsta sinn sem ég heyri rætt um ávöxtun með þessum hætti. Í spjallhópum á samfélagsmiðlum keppist fólk við að benda á hvar mesta ávöxtun hefur verið að finna að undanförnu og ráðleggur samborgurum sínum að koma sparnaði sínum þar fyrir. Vissulega er einfalt og fljótlegt að líta á nýlegar ávöxtunartölur og telja sér trú um að sú ávöxtun endurtaki sig í sífellu en slík aðferðarfræði býður hættunni heim. Ýmsar ástæður geta verið fyrir góðri tímabundinni ávöxtun, ekki síst í stórskrítnu árferði eins og því sem við höfum gengið í gegnum undanfarið ár. Til þess að ávöxtun fortíðar endurtaki sig þarf ekki bara að treysta á að sömu aðstæður ríki áfram heldur einnig sambærilegar breytingar á mörkuðum, en hversu líklegt er það? Skörpustu vaxtalækkanir í manna minnum hafa keyrt stýrivexti hérlendis niður í 0,75%, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á markaði. Mun slíkt endurtaka sig? Veiking krónunnar vegna áhrifa COVID jók ávöxtun erlendra eigna í krónum talið. Eru líkur á álíka veikingu þetta árið? Veikingin jók einnig heildarávöxtun verðtryggðs sparnaðar hérlendis. Mun verðbólga halda áfram að aukast eins og hún gerði í fyrra? Hlutabréfamarkaðir um allan heim hafa rokið upp þrátt fyrir efnahagskreppu, meðal annars vegna mikillar peningaprentunar, neikvæðra raunvaxta og fárra annarra fjárfestingarkosta. Mun slíkt aukast enn frekar í ár? Captain Hindsight, ofurhetja South Park þáttanna, mætti á slysstaði og fór yfir það sem hefði mátt gera betur til að komast hjá óhappinu. Undir lófaklappi flaug hann svo á brott í leit að nýju ævintýri. Það var þó takmarkað gagn af honum, rétt eins og upplýsingum um ávöxtun í fortíð. Það er góð ástæða fyrir því að ólöglegt er að birta ávöxtunartölur í auglýsingum á Íslandi án þess að taka sérstaklega fram að ávöxtun í fortíð sé ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og það er gott að hafa það í huga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun