Innanlandsflug einnig undir merkjum Icelandair Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:49 Leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum 16. mars. Vísir/Vilhelm Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars. Í tilkynningu segir að markmiðið með samþættingu félaganna sé að tryggja sjálfbæra framtíð innanlandsflugs Icelandair Group sem og flugs á vestnorrænum markaðssvæðum, og á sama tíma styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild. „Flugrekstrarleyfi félaganna verða áfram aðskilin en eftir samþættinguna verða innanlands- og svæðisbundin flug á FI flugnúmerum Icelandair. Þá stuðlar samþættingin að verulegum samlegðaráhrifum í rekstri félagsins, svo sem með sameiningu yfirstjórnar, stoðdeilda og kerfa. Áfangastaðir um allt land verða sýnilegri á heimasíðu Icelandair í gegnum eina leit, einn farmiða og tengingu við leiðakerfið í Evrópu og Norður Ameríku. Þá mun tenging við Icelandair vörumerkið lyfta innlendum áfangastöðum upp alþjóðlega en vörumerki Icelandair er vel þekkt á lykilmörkuðum félagsins eftir áratuga uppbyggingu og fjárfestingu í sölu- og markaðsmálum. Nú stendur yfir vinna við endurmat á vörum og þjónustu í innanlandsflugi. Eftir yfirfærsluna þann 16. mars næstkomandi verður sölu Flugfrelsis hætt og breytingar verða á skilmálum og þjónustu Flugkappa og Flugfélaga. Skilmálar útstandandi ferðainneigna sem keyptar eru fyrir yfirfærsluna eru óbreyttir en sú breyting verður á að þjónusta við viðskiptavini fer fram í gegnum þjónustuver Icelandair. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynntar verða á vormánuðum,“ segir í tilkynningunni. Aðspurð um hvort breytingin nú hafi einhver áhrif á starfsfólk segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. Greint var frá því í mars á síðasta ári að forsvarsmenn Icelandair Group hefðu ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair þar sem ætlunin var sögð vera að sameina hin ýmsu svið flugfélaganna tveggja; svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Kom þá fram að félögin tvö yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect yrðu áfram starfsmenn þess félags. Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect var samhliða lögð niður. Áfram sömu áfangastaðir Í tilkynningunni sem barst fjölmiðlum nú í morgun segir að áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verði eftir sem áður Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar. Þá hafa Air Iceland Connect og Norlandair átt í samstarfi um flug til nokkurra áfangastaða á Íslandi til viðbótar, svo sem til Bíldudals og Gjögurs frá Reykjavík, ásamt flugi til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar frá Akureyri. „Hægt hefur verið að kaupa flugmiða á þessa áfangastaði í einum miða í gegnum bókunarsíðu Air Iceland Connect. Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verða einungis fáanleg á heimasíðu þeirra en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair. Félögin munu þó áfram vinna þétt saman og engin breyting verður á þjónustu við farþega frá Akureyrarflugvelli né Reykjavíkurflugvelli. Þá vinna félögin að því í samstarfi við Vegagerðina að þeir farþegar sem nýta sér tengiflug Icelandair/Norlandair geti áfram nýtt sér Loftbrúarréttindi á þessum leiðum,“ segir í tilkynningunni frá Icelandair. Air Iceland Connect, sem nú heyrir sögunni til, varð til árið 2017 eftir nafnabreytingu á Flugfélagi Íslands. Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með samþættingu félaganna sé að tryggja sjálfbæra framtíð innanlandsflugs Icelandair Group sem og flugs á vestnorrænum markaðssvæðum, og á sama tíma styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild. „Flugrekstrarleyfi félaganna verða áfram aðskilin en eftir samþættinguna verða innanlands- og svæðisbundin flug á FI flugnúmerum Icelandair. Þá stuðlar samþættingin að verulegum samlegðaráhrifum í rekstri félagsins, svo sem með sameiningu yfirstjórnar, stoðdeilda og kerfa. Áfangastaðir um allt land verða sýnilegri á heimasíðu Icelandair í gegnum eina leit, einn farmiða og tengingu við leiðakerfið í Evrópu og Norður Ameríku. Þá mun tenging við Icelandair vörumerkið lyfta innlendum áfangastöðum upp alþjóðlega en vörumerki Icelandair er vel þekkt á lykilmörkuðum félagsins eftir áratuga uppbyggingu og fjárfestingu í sölu- og markaðsmálum. Nú stendur yfir vinna við endurmat á vörum og þjónustu í innanlandsflugi. Eftir yfirfærsluna þann 16. mars næstkomandi verður sölu Flugfrelsis hætt og breytingar verða á skilmálum og þjónustu Flugkappa og Flugfélaga. Skilmálar útstandandi ferðainneigna sem keyptar eru fyrir yfirfærsluna eru óbreyttir en sú breyting verður á að þjónusta við viðskiptavini fer fram í gegnum þjónustuver Icelandair. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynntar verða á vormánuðum,“ segir í tilkynningunni. Aðspurð um hvort breytingin nú hafi einhver áhrif á starfsfólk segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. Greint var frá því í mars á síðasta ári að forsvarsmenn Icelandair Group hefðu ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair þar sem ætlunin var sögð vera að sameina hin ýmsu svið flugfélaganna tveggja; svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Kom þá fram að félögin tvö yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect yrðu áfram starfsmenn þess félags. Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect var samhliða lögð niður. Áfram sömu áfangastaðir Í tilkynningunni sem barst fjölmiðlum nú í morgun segir að áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verði eftir sem áður Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar. Þá hafa Air Iceland Connect og Norlandair átt í samstarfi um flug til nokkurra áfangastaða á Íslandi til viðbótar, svo sem til Bíldudals og Gjögurs frá Reykjavík, ásamt flugi til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar frá Akureyri. „Hægt hefur verið að kaupa flugmiða á þessa áfangastaði í einum miða í gegnum bókunarsíðu Air Iceland Connect. Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verða einungis fáanleg á heimasíðu þeirra en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair. Félögin munu þó áfram vinna þétt saman og engin breyting verður á þjónustu við farþega frá Akureyrarflugvelli né Reykjavíkurflugvelli. Þá vinna félögin að því í samstarfi við Vegagerðina að þeir farþegar sem nýta sér tengiflug Icelandair/Norlandair geti áfram nýtt sér Loftbrúarréttindi á þessum leiðum,“ segir í tilkynningunni frá Icelandair. Air Iceland Connect, sem nú heyrir sögunni til, varð til árið 2017 eftir nafnabreytingu á Flugfélagi Íslands.
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira