Treysti Helgu Guðrúnu best sem formanni VR Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2021 19:30 Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Engum treysti ég betur til að leiða VR til nýrra sigra í þágu launafólks en Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. Helga er kraftmikil kona með mikinn kjark og þor til að takast á við verkefni, bæði stór og smá. Hún er framsýn, með næman skilning á straumum og stefnum líðandi stundar og stórt hjarta sem slær með þeim sem hallað er á. Harðsnúinn jafnréttissinni Ég kynntist Helgu þegar við vorum í Háskóla Íslands. Helga lagði stund á stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði. Fjölmiðlafræði var þá nýjung í félagsvísindadeild skólans. Það lýsir Helgu að mörgu leyti vel að hún skyldi velja þessa nýju grein og taka með því móti þátt í að ryðja henni braut innan háskólans. Nokkrum árum síðar, á þeim tíma sem hún vann á Skrifstofu jafnréttismála, nýttist henni fjölmiðlafræðin jafnframt vel er hún vann fyrstu kynbundnu fjölmiðlagreininguna sem gerð var hér á landi í samstarfi við kennara í fjölmiðlafræðinni. Þarna sameinaði Helga jafnframt starf og áhugamál, en hún hefur alla tíð verið harðsnúinn jafnréttissinni. 30 ára farsæll ferill Lungann úr starfsævinni hefur Helga starfað í samskiptum og á hún að baki samtals 30 ára feril sem m.a. upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri hjá Bændasamtökum Íslands, Verslunarráði Íslands, B&L bílaumboði og sveitarfélaginu Fjarðabyggð, svo að það helsta sé nefnt. Þá tók hún um árabil þátt í nærsamfélagi Kópavogsbæjar með setu í m.a. félagsmálaráði og lista- og menningarráði sveitarfélagsins og hún hefur verið í forystu stórra samtaka sem formaður Kvenréttindasambands Ísland, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og stjórnarmaður í Landvernd, svo að dæmi séu tekin. Þá átti hún um árabil sæti í stjórn Vottunarstofunnar Túns, brautryðjanda í lífrænni vottun hér á landi. Mikil VR kona Áhugi Helgu á kjaramálum hefur vart farið fram hjá þeim sem hana þekkja. Hún fékk fyrst útrás fyrir þessu brennandi áhugamáli sínu þegar hún tók að sér ráðgjafaverkefni hjá VR vegna innleiðingar á markaðslaunakerfinu. Hún sagði síðar að sú vinna hefði myndað vatnaskil í sýn hennar á íslenska vinnumarkaðinn og VR og hefur hún æ síðan haldið mikilli tryggð við stéttarfélagið. Þetta var um síðustu aldamót. Síðan þá hefur hún tekið virkan þátt í störfum m.a. Félags íslenskra félagsvísindamanna og Bandalagi háskólamanna. Einn helsti kostur Helgu er hversu jafnréttissinnuð hún er. Hún hefur einlægan áhuga á samferðarfólki sínu og velferð þess og ber eðlislæga virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún á fyrir vikið breiðan vina- og kunningjahóp þvert á pólitíska litrófið. Ég get óhikað mælt með þessari góðu konu sem næsta formanni VR. Höfundur er skrifstofustjóri.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun