Fótbolti

Öruggur sigur hjá Ís­lendinga­liði CSKA Moskvu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár.
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson hafa verið liðsfélagar hjá CSKA Moskvu síðustu ár. VÍSIR/GETTY

CSKA Moskva vann öruggan 2-0 sigur á FK Akhmat í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

José Salomón Rondón, fyrrum leikmaður Newcastle United og West Bromwich Albion, var aðalmaðurinn hjá CSKA í dag. Hann skoraði fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu á 38. mínútu og lagði upp síðara mark liðsins á Nikola Vlašić snemma í síðari hálfleik.

Þar við sat og lokatölur 2-0.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í miðverði CSKA en Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 71. mínútu.

CSKA er sem stendur með 40 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Zenit St. Pétursborg sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×