„Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 21:00 Hulda Hjálmarsdóttir. Vísir/Arnar Kona sem greindist með frumubreytingar við leghálsskimun í fyrra, en var ekki boðuð í endurkomu eins og átti að gera í febrúar óttast að fleiri konur hafi gleymst eins og hún. Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hulda Hjálmarsdóttir fór í reglubundna skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélaginu í ágúst síðastiðnum og greindist með vægar frumubreytingar. Hún hefði réttilega átt að vera boðuð í endurkomu í febrúar en fékk ekki áminningu. „Og fór þá að hugsa, ókei, hvernig er staðið að því að boða fólk í endurkomur? Er ég bara einstakt tilfelli eða er þetta eitthvað kerfislægt, að það séu fleiri konur sem falla á milli? Og það varð mér áhyggjuefni,“ segir Hulda, sem fyrst sagði frá reynslu sinni í Morgunblaðinu í morgun. Önnur kona, áhrifavaldurinn Kara Kristel, greindi frá því á Instagram í vikunni að hún hefði greinst með frumubreytingar eftir skimun í byrjun september en ekki fengið áminningu. Kara segir í samtali við fréttastofu að margar konur, sem lent hafi í hinu sama, hafi leitað til hennar eftir að hún birti færsluna. View this post on Instagram A post shared by Kara Kristel (@karakristel) Skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá Krabbameinsfélaginu yfir til heilsugæslunnar um áramótin. Hulda leitaði svara vegna máls síns og kveðst hafa fengið þær upplýsingar að hún ætti að senda beiðni til samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Bæði heilsugæslan og samhæfingarmiðstöðin vísuðu á embætti landlæknis, sem sér um skimunarskrár, vegna málsins þegar fréttastofa leitaði skýringa. Fréttastofa hefur sent landlækni fyrirspurn. Hulda segir mikilvægt að fyrirkomulagið sé skýrt. „Ég held við getum öll verið sammala um það, allir landsmenn að þetta er hlutur sem við viljum hafa í lagi og er lýðheilsumál sem varðar okkur öll.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira