Innlent

Enn rafmagnslaust í Grindavík

Kjartan Kjartansson skrifar
Lokað var í verslun Nettó í Grindavík vegna rafmagnsleysisins í dag.
Lokað var í verslun Nettó í Grindavík vegna rafmagnsleysisins í dag. Vísir/Egill

Rafmagnslaust hefur nú verið í Grindavík í um fimm klukkustundir. Landsnet segist hafa komist fyrir bilun sem varð í tengivirki í Svartsengi en starfsmenn HS Veitna leita enn að orsökinni hjá sér.

Grindvíkingar misstu rafmagnið klukkan 13:40 í dag þegar spennir í Svartsengi leysti út vegna truflunar í kerfi HS Veitna. Í tilkyningu frá stjórnstöð Landsnets klukkan 15:33 kom fram að  spennirinn væri kominn aftur inn.

HS Veitur vinna aftur á móti enn að bilanagreiningu og lagfæringum. Í bilanasíma fyrirtækisins fengust þær upplýsingar rétt eftir klukkan 18:00 en orsök bilunarinnar væri enn ekki þekkt. Rafmagnslaust væri enn í öllum bænum.

Í Facebook-færslu HS Veitna klukkan 18:10 kom fram að verið væri að byggja upp kerfið og prófa innsetningu.

UPPFÆRT 18:10Verið að byggja upp kerfið og prófa innsetningu.UPPFÆRT: 15:44 Tafir eru að verða á spennusetningu þar...

Posted by HS Veitur hf on Friday, 5 March 2021

Tengdar fréttir

Rafmagnslaust í Grindavík

Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík og nágrenni síðan klukkan 13:14 þegar leysti út spennir í tengivirkinu í Svartsengi. Landsnet leitar að orsök bilunar, segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×