Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 18:25 Leikmenn Manchester United fagna marki Luke Shaw. Dave Thompson/Getty Images Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. Leikurinn var vart farinn af stað þegar Gabriel Jesus flæktist aftan í Anthony Martial innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði þó svo að Ederson hafi farið í rétt horn og verið í boltanum. Staðan því 1-0 gestunum í vil eftir aðeins tveggja mínútna leik. Um var að ræða fyrsta mark Man United gegn þessum „stóru sex“ liðum á Englandi síðan Bruno kom United yfir úr vítaspyrnu snemma leiks gegn Tottenham Hotspur í upphafi leiktíðar. Þeim leik lauk með 6-1 sigri Tottenham en það var ljóst að lærisveinar Ole Gunnar Solskjær ætluðu ekki að láta söguna endurtaka sig. Fyrri hálfleikur var stál í stál eftir markið en heimamenn þó töluvert meira með knöttinn, eðlilega þar sem gestirnir voru að verja forystu. Staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði einnig af krafti. Rodri hélt hann væri að jafna metin fyrir Mancheter City þegar skot hans small í samskeytum marks Dean Henderson. Markvörðurinn kom svo að öðru marki Manchester United þegar aðeins voru fimm mínútur liðnar af síðari hálfleik. Henderson var óviss hvernig hann ætti að spila út frá marki og endaði á að kasta boltanum af öllu afli í átt að Luke Shaw. Bakvörðurinn tók vel við boltanum og skaust fram hjá City-mönnum líkt og þeir væru keilur. Er hann nálgaðist vítateig heimamanna þá renndi hann boltanum á Marcus Rashford sem gaf aftur á Shaw sem skoraði með hnitmiðuðu skoti niðri í hornið og staðan allt í einu orðin 2-0 Manchester United í vil. LUKE SHAW HAS MANCHESTER UNITED WINNING THE MANCHESTER DERBY 2-0 pic.twitter.com/K06VXIXq75— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Heimamenn sóttu og sóttu en náðu því miður aldrei að ógna marki Dean Henderson af neinu viti. Liðið komst oft í góðar stöður framarlega á vellinum en sóknarmenn City-liðsins náðu aldrei til knattarins þegar mest á reyndi. Lokatölur 2-0 Man United í vil og fyrsta tap Man City síðan í nóvember því staðreynd. Þá var þetta þriðji útisigur United í röð gegn City. Leikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá Man United en liðið missti bæði Rashford og Shaw meidda af velli í síðari hálfleik. Man City er þó enn með örugga forystu á toppi deildarinnar en liðið trónir á toppnum með 65 stig, þar á eftir kemur United með 54 stig. Enski boltinn Fótbolti
Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. Leikurinn var vart farinn af stað þegar Gabriel Jesus flæktist aftan í Anthony Martial innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði þó svo að Ederson hafi farið í rétt horn og verið í boltanum. Staðan því 1-0 gestunum í vil eftir aðeins tveggja mínútna leik. Um var að ræða fyrsta mark Man United gegn þessum „stóru sex“ liðum á Englandi síðan Bruno kom United yfir úr vítaspyrnu snemma leiks gegn Tottenham Hotspur í upphafi leiktíðar. Þeim leik lauk með 6-1 sigri Tottenham en það var ljóst að lærisveinar Ole Gunnar Solskjær ætluðu ekki að láta söguna endurtaka sig. Fyrri hálfleikur var stál í stál eftir markið en heimamenn þó töluvert meira með knöttinn, eðlilega þar sem gestirnir voru að verja forystu. Staðan því 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur byrjaði einnig af krafti. Rodri hélt hann væri að jafna metin fyrir Mancheter City þegar skot hans small í samskeytum marks Dean Henderson. Markvörðurinn kom svo að öðru marki Manchester United þegar aðeins voru fimm mínútur liðnar af síðari hálfleik. Henderson var óviss hvernig hann ætti að spila út frá marki og endaði á að kasta boltanum af öllu afli í átt að Luke Shaw. Bakvörðurinn tók vel við boltanum og skaust fram hjá City-mönnum líkt og þeir væru keilur. Er hann nálgaðist vítateig heimamanna þá renndi hann boltanum á Marcus Rashford sem gaf aftur á Shaw sem skoraði með hnitmiðuðu skoti niðri í hornið og staðan allt í einu orðin 2-0 Manchester United í vil. LUKE SHAW HAS MANCHESTER UNITED WINNING THE MANCHESTER DERBY 2-0 pic.twitter.com/K06VXIXq75— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Heimamenn sóttu og sóttu en náðu því miður aldrei að ógna marki Dean Henderson af neinu viti. Liðið komst oft í góðar stöður framarlega á vellinum en sóknarmenn City-liðsins náðu aldrei til knattarins þegar mest á reyndi. Lokatölur 2-0 Man United í vil og fyrsta tap Man City síðan í nóvember því staðreynd. Þá var þetta þriðji útisigur United í röð gegn City. Leikurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig hjá Man United en liðið missti bæði Rashford og Shaw meidda af velli í síðari hálfleik. Man City er þó enn með örugga forystu á toppi deildarinnar en liðið trónir á toppnum með 65 stig, þar á eftir kemur United með 54 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti