Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 14:47 Frá Secret Solstice í Laugardalnum sem haldin hefur verið undanfarin ár, þó ekki í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Neon Photography Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. „Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“ Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“
Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10