Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 14:47 Frá Secret Solstice í Laugardalnum sem haldin hefur verið undanfarin ár, þó ekki í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Neon Photography Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. „Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“ Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“
Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10