Dauðsföll ná nýjum hæðum og Bolsonaro segir fólki að hætta að væla Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 10:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldurs nýju kórónuveirunnar. EPA/Joedson Alves Dauðsföll vegna Covid-19 hafa náð nýjum hæðum í Brasilíu. Undanfarna tvo daga hefur metfjöldi fólks dáið vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur og í gærkvöldi sagði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fólki að hætta að væla. Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þegar kemur að dauðsföllum í Brasilíu hafa rúmlega 260 þúsund manns dáið, svo vitað sé. Í gær var opinberað að 1.910 hefðu dáið á milli daga í Brasilíu en ekki höfðu fleiri dáið á einum degi síðan í júlí. Eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, þar sem talan er rúmlega 520 þúsund, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans en þær byggja á opinberum tölum. Gífurlegt álag á sjúkrahúsum Faraldurinn er þó í rénum í Bandaríkjunum og hefur smituðum farið fækkandi dag frá dagi. Staðan er ekki þannig í Brasilíu og samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn orðið gífurlega mikið. Heilbrigðisráðherrar einstakra ríkja Brasilíu hafa kallað eftir og beitt umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum þar sem þeir geta. Fólk á götum Sao Paulo þar sem búið er að grípa til hertra sóttvarna.EPA/Sebastiao Moreira Ráðamenn í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, Sao Paulo og Rio de Janeiro hafa tilkynnt samkomutakmarkanir og sóttvarnaaðgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Ráðamenn hafa sérstakar áhyggjur af nýju afbrigði veirunnar sem virðist smitast auðveldar á milli fólks og jafnvel geta smitað fólk sem hefur smitast áður, samkvæmt frétt Reuters frá því í gær. Brást pirraður við Bolsonaro brást pirraður við þeim aðgerðum í ræðu í gær þar sem hann sagði fólki að hætta að væla. „Hversu lengi mun þetta væl halda áfram? Hversu lengi er hægt að vera heima hjá sér og loka öllu? Það þolir þetta enginn lengur,“ sagði forsetinn meðal annars. Hann bætti við að hann væri sorgmæddur yfir dauðsföllum en þörf væri á lausnum. Fjöldi þeirra sem deyja vegna Covid-19 hefur fverið að aukast í Brasilíu.EPA/RAPHAEL ALVES Ríkisstjórar og læknar í Brasilíu hafa ítrekað sakað alríkisstjórn Bolsonaro um slæm viðbrögð við faraldrinum og að hafa ekki haldið rétt á spöðunum. Sjálfur hefur forsetinn ítrekað dregið úr alvarleika faraldursins og staðið gegn sóttvarnaraðgerðum. Þrátt fyrir það er Bolsonaro tiltölulega vinsæll í Brasilíu og hefur það að miklu leyti verið rakið til neyðarpakka sem samþykktur var í fyrra. Sá pakki sneri að því að almenningur fékk greiðslur úr ríkissjóði og stendur til að framlengja þær greiðslur á þessu ári.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23 Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla. 25. febrúar 2021 12:23
Hafa áhyggjur af fjölgun afbrigða Með sífellt aukinni dreifingu nýju kórónuveirunnar hefur nýjum afbrigðum veirunnar sem veldur Covid-19 fjölgað. Hvert smit gefur vírusnum tækifæri á að stökkbreytast og verður líklegra að afbrigði líti dagsins ljós sem geti gert skimun og meðferð erfiðari og jafnvel afbrigði sem núverandi bóluefni virki ekki gegn. 19. janúar 2021 10:19