Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 4. mars 2021 22:40 Bræðurnir Ólafssynir ræða málin eftir sigurinn gegn Aftureldingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir, Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir, mættu saman í viðtal eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í kvöld, 24-29. Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira