Óttaslegin í stóru blokkinni í Grindavík og vilja annað Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2021 14:05 Börn að leik og stóra blokkin í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Grindavíkur, segist vita um pólska íbúa í stóru blokkinni í Grindavík sem vilja ekki búa þar lengur. Nú ríði á að upplýsa pólska samfélagið og von sé á sérfræðingum frá Veðurstofu til að svara spurningum sem brenni á þeim. Túlkur verði fenginn til að auðvelda fræðsluna. Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira