Fótbolti

AC mis­steig sig og sigur hjá PSG án stjarnanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Simon Kjær og samherjar töpuðu tveimur mikilvægum stigum í kvöld en björguðu þó einu.
Simon Kjær og samherjar töpuðu tveimur mikilvægum stigum í kvöld en björguðu þó einu. Marco Luzzani/Getty Images

AC Milan gerði 1-1 jafntefli fyrir Udinese á heimavelli í ítalska boltanum í kvöld. Blóðtaka fyrir Mílanóliðið sem er að fatast flugið í toppbaráttunni.

Fyrsta  mark leiksins gerði Rodrigo Becao á 68. mínútu en heimamenn í Milan jöfnuðu metin á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Þar var að verki Franck Kessie úr vítaspyrnu en AC er í öðru sætinu, þremur  stigum á eftir grönnunum í Inter, sem eiga einnig leik til góða.

Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna sem tapaði 1-0 fyrir Cagliari. Andri Fannar er á meiðslalistanum en Bologna er í tólfta sætinu.

Paris Saint-Germain vann 1-0 sigur á Bordeaux á útivelli í franska boltanum. Paulo Sarabio gerði sigurmarkið á tuttugustu mínútu.

Kylian Mbappe, Neymar og Angel Di Maria vantaði í lið PSG. Mbappe var í banni á meðan þeir síðastnefndu eru á meiðslalistanum.

PSG er komið á toppinn í Frakklandi. Liðið er með jafn mörg stig og Lille en betra markahlutfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×