Lífið

Falleg risíbúð með einstöku útsýni út á Miðjarðarhafið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega góð hönnun á draumastað á Ítalíu.
Virkilega góð hönnun á draumastað á Ítalíu.

Á YouTube-síðunni Never Too Small hefur oft verið fjallað um einstakar íbúðir sem eru í smærri kantinum.

Í nýjasta innslaginu má sjá einstaka fimmtíu fermetra risíbúð í bænum Varazze á Ítalíu.

Varazza er í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Mílanó og þykir mjög vinsæll sumarleyfisstaður. Útsýnið af svölunum í risíbúðinni er einstakt og út á Miðjarðarhafið.

Það var arkitektinn Pierluigi Colombo sem nýlega hannaði eignina og er hann sérfræðingur í því að nýta plássið til hins ítrasta og felur hann til að mynda borðstofuborðið og hjónarúmið inni í innréttingunum eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.