Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 13:30 Barcelona verður alltaf félagið hans Pep Guardiola en hann spilaði þar í meira en áratug og hóf síðan stjóraferil sinn þar með frábærum árangri. Getty/Manchester City FC Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira