Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Ásgrímur Hermannsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fíkn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun