Viðskipti innlent

Bein út­sending: Opnun Heim­s­torgs Ís­lands­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Heimstorgið er hugsað þannig að þar geti atvinnulíf og stjórnvöld mæst og fyrirtæki geti m.a. sótt upplýsingar um mögulegan stuðning við atvinnuþróunarverkefni í þróunarlöndum og víðar, þar sem Ísland veitir fjárframlög, og sótt sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um hvert annað er hægt að leita til að koma hugmyndum í framkvæmd.
Heimstorgið er hugsað þannig að þar geti atvinnulíf og stjórnvöld mæst og fyrirtæki geti m.a. sótt upplýsingar um mögulegan stuðning við atvinnuþróunarverkefni í þróunarlöndum og víðar, þar sem Ísland veitir fjárframlög, og sótt sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um hvert annað er hægt að leita til að koma hugmyndum í framkvæmd. Íslandsstofa

Heimstorg Íslandsstofu verður opnað í dag klukkan 13:30, en því er ætlað að vera upplýsinga- og samskiptagátt fyrirtækja sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar.

Hægt verður að fylgjast með opnuninni í spilaranum að neðan, en áætlað er að dagskráin standi frá 13:30 til 14:30.

Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Eliza Reed, forsetafrú muni setja dagskrána og stýri fundi, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mun opna Heimstorgið og flytja ávarp.

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Brynhildur Georgsdóttir, verkefnastjóri kynna helstu þætti Heimstorgsins og þau fjölbreyttu tækifæri sem eru til staðar fyrir íslensk fyrirtæki úti í heimi. Þá mun Hákon Stefánsson, stjórnarmaður Creditinfo Group, segja frá reynslu fyrirtækisins á fjarmörkuðum.

„Heimstorgið er hugsað þannig að þar geti atvinnulíf og stjórnvöld mæst og fyrirtæki geti m.a. sótt upplýsingar um mögulegan stuðning við atvinnuþróunarverkefni í þróunarlöndum og víðar, þar sem Ísland veitir fjárframlög, og sótt sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um hvert annað er hægt að leita til að koma hugmyndum í framkvæmd.

Íslandsstofa hefur umsjón með rekstri Heimstorgsins en í baklandi þess verða sérfræðingar utanríkisráðuneytisins um atvinnulíf og þróunarsamvinnu, viðskiptaþjónustu, uppbyggingarsjóðir í Evrópu, þ.m.t. uppbyggingarsjóður EES, auk annarra samstarfssjóða milli stjórnvalda og atvinnulífs sem íslensk fyrirtæki hafa aðgang að. Einnig sérfræðingar annarra ráðuneyta og tengiliðir um fjölþjóðlegar fjármögnunarstofnanir.

Á Heimstorginu verður haldið utan um þær leiðir sem fyrirtæki hafa til að njóta þjónustu og leiðsagnar hjá utanríkisþjónustunni, Stjórnarráðinu og eftir atvikum öðrum fyrirtækjum sem starfað hafa á svipuðum mörkuðum og stefnan er sett á. Þá verður hægt að sækja góð ráð hvernig er farsælast að sækja um styrki til valinna verkefna,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá

  • Opnun Heimstorgsins – Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
  • Heimstorgið – Brynhildur Georgsdóttir og Pétur Þ. Óskarsson frá Íslandsstofu
  • Reynslusaga af fjarmörkuðum - Hákon Stefánsson, stjórnarmaður Creditinfo Group
  • Fundarstjóri – Frú Eliza Reid





Fleiri fréttir

Sjá meira


×