Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. mars 2021 11:01 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Skjálfti að stærð 4 varð klukkan 10:12 sem fannst vel á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann. Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28
Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28
Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11