Lífið

„Þroskandi að láta bara egóið skreppa saman“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Benediktsson fer um víðan völl í þættinum. 
Bjarni Benediktsson fer um víðan völl í þættinum.  vísir/vilhelm

Garðbæingurinn Bjarni Benediktsson hefur verið á þingi síðan 2003 og er í dag fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Bjarni er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. 

Bjarni segist hafa orðið reiður og svekktur á köflum þegar umræðan um hann er persónuleg og röng að hans mati.

„Ég hef stundum sagt að vera í stjórnmálum í mjög langan tíma er eins og það sé verið að flysja af þér egóið. Ef þú ert mjög viðkvæmur fyrir sjálfum þér þá þolir þú mjög lítið. Þá ert þú alltaf að rekast utan í einhvern og fólk er stöðugt að nuddast utan í þitt egó. Af því leytinu til er það þroskandi að láta bara egóið skreppa saman og leyfa sjálfum sér að vera bara sá sem maður er.“

Hann segir að fólk geti vissulega haft sína skoðun en hann vilji aðeins vera sáttur við karlinn sem hann horfir á í speglinum.

„Maður verður að sætta sig við það að þú stjórnar ekki því sem aðrir segja en það fólk skilgreinir þig heldur ekki. Eftir að menn átta sig á þessu sjá menn að það er ekki gott að vera með stórt egó. Þú þarft bara að vera trúr sjálfum þér og vita hvað þú lifir fyrir,“ segir Bjarni en umræðan hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af viðtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.